Rökum firrtar vaxtahækkanir - enn

Það er eins og að bera í bakkafullan bæjarlækinn að hafa uppi enn einu sinni mótbárur við þeirri þráhyggju Seðlabankamanna að vilja hækka vexti sökum hræðslu þeirra við ofþenslu í hagkerfinu sem þeir telja líkur á nú í ördeyðunni.
Þessi fræðilega stefna þeirra, sem jaðrar við ímyndunarveiki og bókstafstrú, er þeim mun öfugmælakenndari við núverandi stöðu efnahagsmála hérlendis þar sem enn ríkir slaki í atvinnulífinu með atvinnuleysi í sögulegum hæðum, hækkuðum neyslusköttum, tekjuskatti og launaskatti (tryggingagjaldi launagreiðenda og einyrkja sem fer til greiðslu atvinnuleysisbóta) og miklum afturkipp í einkaneyslu og, ekki síst, stóraukinnu greiðslubyrði heimila og fyrirtækja vegna fjármagnskostnaðar. Hækkun vaxta við þessar aðstæður eykur fyrst og fremst kostnað heimila og fyrirtækja og dregur enn meira úr þegar stórminnkaðri neyslu- og fjárfestingagetu þeirra.

Seðlabankamenn vilja að því er virðist alls ekki viðurkenna raunveruleikann í þessum staðreyndum heldur halda rígfast í fræðilegar kenningar um "venjuleg" viðbrögð seðlabanka við yfirvofandi hættu á (of)þenslu í efnahagslífinu. Með hefðbundnum klisjukenndum "rökum" sínum fyrir vaxtahækkun í núverandi stöðu mála afhjúpa þeir veruleikafirringu sína um að það þurfi enn að þyngja róðurinn hjá skuldsettum heimilum og fyrirtækjum landsins til að koma í veg fyrir hina meintu ofþenslu í hagkerfinu. Þeir virðast byggja fremur á hæpnum væntingum sínum og getgátum um framtíðarþróun hagkerfisins á tilteknum forsendum en staðreyndum sem við blasa hér og nú.

Samtímis tala margir, ef ekki allir, pólitíkusar og skynsamir menn fyrir því að létta þurfi byrðarnar á hinum sömu til að "koma hjólum atvinnulífsins af stað" og til að forða stórum hluta almennings og fyrirtækja frá sárri neyð. Enda vita allir heilvita menn að hækkun vaxta nú myndi gera þunga lífsbaráttuna enn þyngri hjá öllum skuldurum, en lífið samsvarandi þeim mun léttara hjá þeim sem eiga sjóði í ávöxtun hjá bankakerfinu.
Þeir sem verst eru settir að þessu leyti borga þannig fyrir tilsvarandi vaxtatekjuauka fjármagnseigenda við þessar ömurlegu aðstæður.
Þetta er vægast sagt þverstæðukennt, ekki síst í ljósi þess að ríkisstjórnin segist reka jafnaðarstefnu í efnahagslegu og félagslegu tilliti.
Því má spyrja hvort Seðlabankinn sé orðinn slíkt ríki í ríkinu við mörkun efnahagsstefnu sem lætur sig fyrst og fremst hag fjármagnseigenda varða, eins og vaxtastefnan undanfarin tæplega þrjú ár vitnar um. Er þetta þá samkvæmt vilja löggjafans í landinu?

Þó má segja að Seðlabankamenn hafi rétt fyrir sér að nokkru leyti um vaxandi neyslu og kaupgetu innan samfélagsins, en það takmarkast við þá sem tilheyra best settu tekjuhópum og eignafólki landsins. Löggjafinn hefur hins vegar í hendi sér að leggja snörur sínar fyrir eitthvað af fé þeirra "til að sporna við ofþenslu" með öðrum hætti en almennum vaxtahækkunum, svo sem gegnum skattkerfið; Ef löggjafanum býður svo við að horfa.
Vaxtahækkanir auka (vaxta)tekjur þessa hóps og skerðir ekki kaupgetu fjármagnseigenda, og ýtir þannig undir kaupgetu þeirra og "ofþenslu" í hagkerfinu af þeirra völdum, þvert á yfirlýst markmið Seðlabankamanna með vaxtahækkuninni!

Auk margra annarra hefur bloggari margoft bent á rökleysuna fyrir háum vöxtum og vaxtahækkuninni eftir bankahrunið 2008 í ljósi gjaldeyrishaftanna sem þá var komið á, svo sem í pistlunum Lærdómur Seðlabankamanna og Leikur raunveruleikinn á talsmenn hávaxtastefnunnar?


mbl.is Fátt réttlætir vaxtahækkanir Seðlabankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hér hefur aldrei verið frjálsmarkaður og þessvegna skilja Íslendingar ekki hugtök eins og meðalhækkanir á mörkuðum vigtaðar yfir uppgjörstímabil.  Mesta velta er í risum sem eru í grunni með hárefni og orku, þetta er byrjuninn í Kauphöllum. Meðalhækkanun þar endurspeglast svo eftir á á      [neyt] endamörkuðum og þar er mældur staðlaður CIP [vöru og þjónust sem 80% neytenda spyr eftir: 10% ríkustu, ríki og fyrirtækjum sleppt þegar listinn er gerður]. Þetta helst í hendur. Ef korn hækkar um 20% og sala eykst á brauði þá er gróði fjöldframleiðu brauðgerðum. Vegna þess að allt er í hlutfallegsu samhengi frá upphafi til enda. 

 Hér er ekki heldur nein bókhaldleg þekkning frá 1911 á vigtun yfir meira en eitt ár vegna skatta uppgjöra pínulítilla vsk. fyrirtækja. Lögfræðinn og Dómstólar því  varla dómbærir á hluti sem varða lengri vigtun.

Íslendingar með þá firru í kolinum að hér sé Ísland eins í grunn efnahags og fjárshald hefðum eins og önnur Ríki EU sem kallast stöndug og búa við markaðshyggju fá fornu fari. 

Hér er raunvirði smásölu veldtu á [neyt[endamarkði Íslands til skammar, raunvirði þegar fjámagnskostnaður og skattar hafa verið dregnir frá.  Stærsti póstur er fasteignkostnað með vöxtum og sköttum.    Öll stöndug ríki gera út sinn endmarkað [retail] og líta á markaði í öðrum ríkjum sem varðsjóðreiðfjár uppsprettur. Allt reiðu fé með vsk stimpli eða söluskatts er lögilt erlendis til eignafærast aftur og teljast til ríkistekna [hagvaxtar] .  Hinvegar kalla arður skattfrjáls og skiptist milli fjármálaþjónust geira og hluthafa/eiganda og getur ekki bókast sem framlag til GDP.

Einnig er enging þekkin á rekstri veðsafna lengri en 60 mán.   Þar sem sem um þessi veltu veðsöfn út um allam heim er að þau fylgja CIP, með t.d. raunvaxta þaki 1,99% í London í dag eins og fyrir 100 árum á 30 ára veltuveðsafnasjóðum.  USA frá 1970 -2000 var að stefna á 2,5% í ljósi miklla þjóðar tekna þeirra.

Þess kraf 1,99 % er sett á nýbyggð veðsöfn til að geta svo afskrifað þau í 30 ár og þá eru þau full þroskuð og skila lámarks eigin-reiðu-fé raunvirði til útborganna nýrr skráðra eiganda jafn margar og reið upp sínar skuldir. Allmennt gildir um þess útborgunar bindingu að sem hluffal af heildaskulbingum framtíðar er þetta 1/stofn þroskatíma eð lengd jafgreiðluskuldarinnar.  Algenast USA 30 ár, gefur eigin-reiðu-fjár skuldingu til útborgnanna á raunvirði 3,33% , 5 ár veðsöfn eru með min.1/5 20% bindingu.  Það er ekki skylda nokkrun aðila til koma sér uppsvona eilíðar raunvirðs vél. Þótt sýndar framtíðar skuldbindgar  [tekjur og gjöld] geti orðið eignir segjum 1800 milljarða þá ef þetta er þroska eigin-reiðu-fjár safn bara til skila raunvirði. þá er útborgunarkrafa ekki nema 59,4 milljarðar til að viðhalda sýndar veltu.    Sé safni lokað útborgum hætt er hægt að losa starx út 59,4 í hreinu reiðufé. Hitt kemur svo inn sem tekjur næstu 30 ár og þær brenna upp í meðalverðlaghækkunum.    Þess vegna eru þetta kallaðir skrautfjaðri í eignmöppu banka á fagmáli erlendis sem engin skilur hér greinlega eða auto-streamline CPI indexed: IRR. Þegar ég sannaði þetta með samburði og bókhaldlega og stræðifræðilega, þá jók líka greind mín í samræmi og nú  skil ég hvaða álit 8 % íbúa stöndug ríkjanna hafa á þessum mannauði hér.   Það kallast heilbrigt í tvíhliða bókhaldi að allt sé í jafn vægi. Fimm ára veltur, flokkað ar með til til áhættu , 10 ára og svo framvegis til að auvelt sé finna út heildar útborgunar bindiskyldu framtíðar.  Græða á öðrum út fyrir 5 ára vigtunar ramma er langsótt erlendis. 30 ár söfn sem er þroskuð bera egna raunvexti í sterkust efnhagslögsögunum enda egin áhætta. Raunverulegir hagsmunir eru að áhætta verði ekki að veruleika það er maður græði ekki meira en meðalatalið. Fáum  tekst þetta hingað til í UK t.d. Flestir eru sáttir við fylgja CIP og vera með vexti yfir 5 ár 22,5%.  Bankageiri UK étur ekki upp hagnað af endamarkaði hann tryggir hann með hagstæðum langt´æimalánum á raunvaxta til fyrtækja og starfsmanna. Hagfræðingar hér frá UK eru eitthvað tregir að mínu mati geta ekki sagt sér þetta sjálf. Vsk. Endamarkaðar  UK eru í þeirra augum varasjóðir: lækka eigin framleiðslu kostnað.

Júlíus Björnsson, 19.9.2011 kl. 04:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband