17.7.2011 | 02:55
Um flís af kjöti og stafla af bjálkum skulda og vaxta
Það sætir furðu með hve mikilli hörku forseti ASÍ ræðst gegn viðleitni sauðfjárbænda við að bæta tekjur sínar, eins og Ásmundur Daði bendir á, en í fréttum hefur komið fram að bændur hyggist leitast við að fá meira frá milliliðum án þess að það fari samsvarandi út í verðlagið til neytenda.
Þessu virðist forseti ASÍ horfa framhjá og hótar þessum bændum því að sparka öllum þessum tekjugrundvelli þeirra undan þeim og þar með farga gjaldeyrissparandi framleiðslu og hluta gjaldeyrisöflunar þjóðarinnar, þ.e. með því að hvetja félagsmenn ASÍ til að sniðganga innlent lambakjöt.
Þar sem það er efalaust ásetningur ASÍ að bæta kjör félagsmanna sinna væri e.t.v. nær að ráðast hatrammlega gegn t.d. vaxtaoki heimila. Þar er um margfalt hærri kostnað og útgjaldalið að ræða fyrir heimilin og launþega heldur en neyslukostnaður þeirra vegna lambakjöts er.
Vill sniðganga Gylfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Kjaramál, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 03:13 | Facebook
Athugasemdir
Gylfi er fábjáni fæddur og alinn. Hann á eftir að komast í sögubækur fyrir að hafa svikið alþýðu þessa lands.
Magnús Sigurðsson, 17.7.2011 kl. 09:14
þetta gjaldeyrisrök halda ekki vatni.
Þó maður fer frá innlendur lambakjöti yfir í innlent svínakjöt .. þá er það sama staðann varðandi gjaldeyrinn.
Sleggjan og Hvellurinn, 17.7.2011 kl. 17:14
Sleggja og Hvellur:
Öll innanlandsframleiðsla keppir við innflutning á sama og/eða hliðstæðu vörusviði og er þar með gjaldeyrissparandi í eðli sínu.
Hins vegar er alltaf spurning hvernig svokallaðri krossteygni milli vörutegunda er háttað, þ.e. að hvaða leyti verð á tiltekinni vöru hefur áhrif á eftirspurn eftir annarri vöru sem komið getur í staðinn fyrir hana.
Það er rétt hjá þér að neytendur myndu að einhverju leyti beina neyslu sinni yfir í (vonandi innlent) svínakjöt ef verð á innlendu lambakjöti hækkar umtalsvert. Hins vegar er afar ólíklegt að ein matvörutegund eins og svínakjöt kæmi alfarið í staðinn fyrir lambakjöt. Þá er spurning hvað kemur í staðinn; Hvort það séu innlend matvæli eða innflutt. Hætt er við að eitthvað innflutt kæmi að einhverju leyti í staðinn.
Þá er spurning er hvort forseti ASÍ hafi haft í huga að fá mætti innflutt erlent lambakjöt á dump-verði frá EES svæðinu í staðinn fyrir einn af þjóðarréttum Íslendinga, íslenska fjallalambið.
Kristinn Snævar Jónsson, 17.7.2011 kl. 21:18
Satt er að svínakjöt kæmi ekki 100% í staðinn. En hvaða erlent kjöt, pulsu, hamborgara er hægt að kaupa nú til dags?
Ef við tölum um gjaldeyrissparnarð þá er ágætt að velta fyrir sér t.d lambakjöt.
Hversu mikið innlent er einn skrokkur þegar áburðurinn er innfluttir, olían og tækin, tækin sjálf og fleira í þeim dúr er flutt inn.
Sleggjan og Hvellurinn, 18.7.2011 kl. 00:31
Sleggja og Hvellur. Hversu mikið innlent?
Ætli það sé ekki 50% innlent. Ef við gefum okkur að einn innlendur skrokkur greiði upp áburð, olíu, tæki og fleira í þeim dúr þá verður andvirði skrokksins eftir í landinu en færi annars úr landi líkt og andvirði áburðar, olíu, tækja og fleiri hluta í þeim dúr.
Segjum að áburður, olía, tæki og fleira í þeim dúr kosti 1000 kr. per skrokk. Svo kostar annan 1000 kall að kaupa skrokkinn. Þessi seinni 1000 kall verður þá eftir í landinu og endurnýtist í íslensku hagkerfi ef keypt er íslensk framleiðsla en hverfur annars úr landi og nýtist ekki við frekari atvinnuþróun á Íslandi.
Kv. Gissur
Gissur Jónsson, 18.7.2011 kl. 01:47
Hér eru niðurgreiðslur til lálaungeira, [til að fjölga í þeim?] um 50.000 kr á mánuði per starfsmann. kallað á Íslandi persónuafsláttur frá launa skatti.
Núna eru um 400.000 kr. árlega niðurgreiðlur til fjármálgeira með hverju íbúðarláni á ári. Það hækkar ekki bréf til verðtygginga erlendis að hækka á þeim áttuvextina um fram verðtrygginu. Eðlegra næri í stað þess að vera með einhverja illar skilgreindar niðurgreiðslur til fjármálgeirans, að lána mismunandi raunvexti undir verðtryggingu. Ódýrt líðti húsnæði væri með lægstu nafnvext því þar búa helst þeir tekju lægstu.
Þótt þetta mun vera miklu meiri skattabyrðir fyrir almenning en niðurgreiðslur til bænda þá minnist liðið ekki einu orði á þær. Þess vegna verður að telja þetta merki um greindar leysi eða hreinar ofsóknir gegn Íslensku landbúnaði. Staðreyndin er að vegna þess að kjöt er með dýrasta kílóverð miðað við annað í fékeppni keðjunni, skilar hvert stykki miklu hærra afgreiðslu gjaldi í krónum en flest annað eins lagt er á í dag. Spurning er hvort lálaungeirarnir selji sjálfum sér sumt annað innflutt á tapi inn í afgreiðslurnar til að lækka hjá sér vsk. og tekjuskatt.
Júlíus Björnsson, 18.7.2011 kl. 02:40
hækka á þeim áhættuvextina um sveiflur í rekstri um fram vexti til verðtrygginu eða á útlensku skila raunvirði. Ríkisskuldabréf og langtíma fasteignaveðlána erlendis er yfirleitt aðeins með fyrir ráðgerðum vertyrgginar vöxtum. 30 ára jafngreiðslu lána, það sem er gert ráð að laun hækki um 135 % á mörkuðum næstu 30 ár: ber 3,2% fasta Nafnvexti vaxtavaxtaða allan lánstíman. Sjóður með fast fjölda í safni 30 ára lána verðtryggir safnið með hækka eða lækka næstu útgáfu sama fjölda útlána um breytingar síðustu 30 ára. Þetta lækkar húsnæði starfsmanna í fyrirtækum sem fjármagna sig á mörkuðum með sölu hlutabréfa. Smá rétt markaðsfræði, til tilbreytingar við lygar kommanna sem þykjast til hægri á Íslandi. Hér er mætti auka kaup mátt með lækun veðmats, íbúðlánaskuldar og húsaleigu og stóra auka neyslu á Íslenskri vöru. EU lækkar ekki fjármagskostnað hér eða vexti eða fasteign veðmat eða álagningu fákeppni geira í samkeppni um að arðræna viðskipta "vini".
Júlíus Björnsson, 18.7.2011 kl. 02:56
Gissur
Sæll Gissur. Þetta eru fínar pælingar. En ég er með eina kenningu við viðbót.
Í þessu dæmi þá ertu að segja að einn skrokkur kostar 2000kr. 1000kr fer í olíu, tæki og fl og hinn 1000kr fer í innlent. Í staðinn fyrir að 2000kr fari úr landi. En það er ekki sjálfgefið að 2000kr fari úr landi. Vörur erlendis eru ódýrari (það hlítur að vera vegna þess að bændur eru skíthræddi við niðurfellinga tolla). Þó get ég keypt erlendan skrokk á 1000kr og ég get notað hinn 1000kr innanlands. T.d að fara í bíó og þá verður hann eftir í Íslensku hagkerfi.
Sleggjan og Hvellurinn, 18.7.2011 kl. 09:07
Sleggja og Hvellur:
Hliðarvídd við verðsamanburð milli landa: Lítið þið á íslenskar og t.d. evópskar kjötvörur sem alveg sambærilegar framleiðslulega og gæðalega séð, t.d. varðandi (mengandi) aukaefni? Leggið þið að jöfnu 1 kg af t.d. íslensku fjallalambi og 1 kg af einhverri kjöttegund sem framleidd er (hvar/hvernig) í Evrópu?
Viljið þið leggja íslenskan landbúnað (kjötvöruframleiðslu) niður ef kílóverð af innfluttu samsvarandi kjöti er lægra?
Hvað segir það ykkur ef íslenskir sauðfjárbændur fá hærra verð fyrir sölu á kjöti til útflutnings en til íslenskra afurðastöðva á íslenskan markað?
Kristinn Snævar Jónsson, 19.7.2011 kl. 00:47
Já, alltaf athyglisverðar djúpar pælingarnar hjá Júlíusi.
Kristinn Snævar Jónsson, 19.7.2011 kl. 00:49
Gissur: Er þetta ágiskun hjá þér eða rauntölur um að innlend aðföng/kostnaður í sauðfjárframleiðslu sé 50% af heildarkostnaði/framleiðsluverð, m.a. með launaliðum? - Eða er þá miðað við söluverð frá bændum, heildsöluverð frá afurðastöðvum eða smásöluverð m/vsk út úr búð?)
Kristinn Snævar Jónsson, 19.7.2011 kl. 01:02
Þegar ég var níu ára í besta bekk í Áltamýra skóla, þá voru umræður aðrar enn í dag. Þá var verið á bera saman Ísland, USA og Þýskland. Þýskaland gerir alltaf plön 30 ár fram í tíma, ég veit að þar eru skekkju mörkin innan við 1,0% í þeim málum sem þær hafa full valdhæfi yfir. USA gerir 5 ára plön, en Ísland gerir út á daginn í dag eða mesta lagi 1 ár. Svo lærði maður að Kínverjar gera minnst 100 ára plön. Stofnun Evrópska Sameiningin sem sér um sameiginleg utan ríkjaviðskipta mál Meðlima -Ríkja, og heldur verðum í grunni innri keppni þeirra um að sýna sem vsk. per íbúa á þeirra keppnismörkuðum sem er með fjórfrelsi gagnvart aðlinum hinna meðlima Ríkjanna, gerir efnahagsreikning og rekstrarreikning fyrir allar skuldbindinga framtíðar, 5 ára fjárlaga ramma og síðan ef það er einhver afgangur fjárlög fyrir næstu 12 mánuði. Þetta heiti stöðuleiki, allt sem er auðvelda að stjórna er ákvðið fyrst, og óreglan sem verður eftir er skil frá og fær sérstaka meðferð.
Króna er ekki vandamál hér heldur greindarleysi þjóðarinnar í grunn economics. Hér þykkja Íslaendingar geta skýrt allt þannig að það komi vel út svo sem að tengja Hag við fræðing í menntastétt á Íslandi sem varla er hægt að segja stígi í vitið. Lagerstað hráefni jarðarinnar til raunverðmæta sköpunar er búinn að liggja fyrir í hundruðir ára, og mat á henni verður nákvæmara með hverjum degi. Einnig liggur krafa 3 heimsins um að nýta sín hráefni 100% fyrir og er viður kennd og saþykkt af öllum valda mönnum í heimi. Þess spá greindir aðilar að eftir 2000 dragist framleiðsla saman til svara eftirspurn Vesturlanda búa saman, Þjóðverja gera ráð fyrir 1,0% fækkum sinna neytenda á ári næst 30 ár til að viðhalda neyslutekjum á mann. Staðreyndin að 30% minnkun á raunverðmæta framleiðu hjá þeim næstu 30 ár er viðurkend af fræðingum Þýsklands. Þýska land er keppisfærast ríkið innan EU, og Frakkar skila mestum gjaldeyri ennþá með vínsölu. UK er á gráusvæði og hefur fjárfest mikið í ríkjum þar sem CIP verð á mörkuðum fara hækkandi á næstum árum, mest vegna aukinnar neyslu almennings, ekki bara vegna fjárfestinga í fasteignveðum með óarðbærar tekju næstu 100 ár.
Ísland þarf að borga fyrir að láta aðra stjórna sér. Ágætis menn eru ekki ódýrir. Á Ísland er öllu sem er til fyrirmyndar erlendis hafnað og allir gallar fluttir hingað heim. Þetta er greindar skortur í forgangsröðun að mati fræðinga í efnuðum og stöndugum Ríkjum. AGS=IMF áskar Ísland fyrir að vera með gloppur í Bókhaldslögum og hér séu engir reserve Buffer til að uppfylla IRR gagnvart Aljóðsamfélaginu í fram haldi. Þetta er ekki einu sinni rætt hér. Hér vor framleidd veðsöfn frá 1983 sem er með heildar skuld hærri 220% lánsútborgun. Aldrei hefur þetta tryggt stöðugleiki í nokkru ríki heims, en sannanlega á veðlánamörkuð erlendis komið reiðfjári uppsprettu í greiðslu erfiðleika, og þrot. Öllum sem er undir og við meðaltekjur.
Grunnregla erlendis á veðlánasjóðum erlendis er 30 ár innheimru tíma bréfa sjóðsins, [sennlega hefði á lengja þetta í 45 ár með hækkandi meðalaldri á Vesturlöndum eftir 1920]. Þar gildir tekju hærri búa í dýrari húsum. þess vegna gildir alltaf um íbúðarhúsnæði vað veðlánsjóðirnir gera vertryggingar kröfu á öllum tímun þannagi að fyrit 0,80 [80%] Hús kemur mest 100% hús til baka á 30 árum. Gætandi veðsins borgar samt um 0,60 Hús í viðahald [nýbyggingakostnaður án vaxta og skatta] innan og utan húss á veðinu á 30 árum ásamt kyndingu og sköttum. Veðlánsjóður hinsvegar fær veðin sem eru aðgangur að efnuðum og stöndugum mörkuðum alþjóðsamfélgsins. Hækkun á mörkuðu CIP, í Bretlandi var talin hagnaðu hér á Íslandi í gamla daga, þess vegna óð verðbólgan hér upp, því í UK var þetta kallað inflation. Ég tel að UK hafi komið CIP upp í 10% verðbólga yfir 1 til 2 ár, til að plata fyrirverandi nýlendur, lána þeim svo í framhaldi til veðfjárfestinga. Svo hrapar CIP UK niður -5,0%. Þá sögðu Íslendinga verðfall á mörkuðum erlendis. Kenndu svo almenningi á Íslandi um að ekki var til gjaldeyrir fyrir elítuna hér. Almennur húsnæðiskostnaður er allstaðar það sem kyndir undir hækkanir á CIP. Hinsvegar með því að lækka innkaupsverð og fækka eignaraðilum í vsk. tengdum rekstri, geta þeir í stað þess að hækka CIP aukið prósentu álagningu sína. Þetta gengur ekki upp endalaust, endar á 3 í fákeppni og 98% mannafla í látekju geirum.
Júlíus Björnsson, 19.7.2011 kl. 15:00
Kristinn, þetta eru ekki rauntölur hjá mér. Meira svona pæling til að sjá hlutina frá annarri hlið. Væri vissulega gaman að fá rauntölur í þessu samhengi. Inn í þennan samanburð má bæta að vissulega yrði hluti af "innlenda" 1000 kallinum ennþá eftir í landinu hjá innflytjendum.
Gissur Jónsson, 20.7.2011 kl. 15:03
Flutnings kostnaður í kæli og frysti gámum er nokkur hundruð kr. Ef um vöru með lítið geymsluþol er að ræða, þá verður að fljúga og þar skilar hámarksflutnigs kostanaði.
11.milljarða niðurgreiðlur til bænda lenda á langtíma virðisauka skapandi rekstri.
118. milljarða niðurgreiðslur á aðstöðugjöldum fyrirtæka, laun til ríkis og sveitarfélaga kallað á Íslandi persónuafsláttur [í UK til að skapa grunvöll fyrir sölu framleiðslu eininga til fyrrverandi nýlenda á sínum tíma], eru líka greiddar af langtíma virðsauka skapandi rekstri. Nýta lálaungeirum til að greiða hærri vexti. UM 50.000 ámánuði per capita.
Niðurgreiðslur á markaðasfælandi vöxtum langtíma veðskuldabréfa og fasteigna leigu, um 40.000 per capita, lenda líka á langtíma virðis aukaskapandi rekstri.
Hætta þessum niðurgreiðslum, einfalda reiknilíkön og allt efnhagsbókhald á Íslandi. Lækkar tekju skatts prósentu og prósentu vsk.
10% -20% þjóðarinnar sem hafa enga þörf fyrir niðurgreiðslur mun alltaf áfram að vera efst í fæðu keðjunni, þótt almenningur fá verri vöru og þjónustu.
Skammtíma líkur á 60 mánuðum, í samræmi við völd fyrir framkvæmdavaldsins í mörgum ríkjum. Þess vegna er svo sniðugt að fjárfesta í nýbyggingarkostnaði sem hækkar ekki CIP með tilliti til neyslu almennings, en skilar eðlilegri samburðar hækkun á Íslandi miðað við viðskipta lönd Íslands, 10% - 20% verðbólgu á 5 árum. Hinsvegar fást ekki stórlán nema í lávirðisauka rekstur eða grunrekstur sem þar að greiða niður úr ríkissjóð allan tímann eftir að skammtíma nýbyggingar hagvextinum líkur.
Hver efnahagleg eining ákveður með vsk. kvittun hvert er raunvirðið allra hluta snertanlega og ósnertanlegra innan sinnar lögsögu. Á frjálsum mörkuðum eru það 80% neytenda í meðaltekjum sem ákveða þetta allfarið [CIP USA mælir að óbreytta launþega] og veita ókeypis keppni eftirlit, sem er því ekki velt á vöruverð framtíðarinar, eins fákeppni eftirlitið hér gerir með refsisköttum á fákeppni brot. Því lægri efnahagsgrunnur í alþjóða samburði því minn hagsæld til langframa.
Júlíus Björnsson, 20.7.2011 kl. 16:00
Eftir ferð um norðvesturland og þá fögru sjón að þar eru stórbú rekin af fólki sem kann til verka- það er allt undir kontról með umgengni og falleg nyslegin tún- algjörlega laus við allt það tnt skordyraeytur sem notað er víða erlendis held eg að við Íslendingar þurfum að fara að skoða að SNIÐGANGA ERLENDAR BÚSAFURÐIR. Milliliðir eru of margir á íslandi - það þarf að fækka þeim.
Erla Magna Alexandersdóttir, 25.7.2011 kl. 22:09
Veðurfar hér, heldur öllum kostnaði við eitrun í náttúrulegu lágmarki, hinsvegar er reglugerðir í Ríkjasamböndum miða oftast við ríkið sem er með mestu eitrunarþörf. Gerlar og sveppir þrífast jafn best í raka og hitastigi um 20°C til 37 °C. Hér er hægt veita söluleyfi til smáðila max. 5 í rekstri sem selja bara Afurðir í heilu og pörtum, úrbeinuðu, og hökkuðu, t.d. virka daga frá frá klukkan 7 til 12. Með vsk 8,0% . Aðrir selja allt annað afurðatengt með vsk. 20%. Þá kemur Ísland miklu betur út í samanburði hvað varðar kílóverð. Fækka milliliðum til neytenda sem eru undir 5 milljóna árstekjum með launasköttum.
Til greiða laun til ríkisins fyrir viðhalds þjónustu við neytendamarkaðinn, er mikið betra að hald vsk. í lágmarki og leggja í staðin 50.000 kr. persónugjöld á alla starfmenn á mánuði til að taka af aftur. 2.400 kr. á dag. 350 kr. á tímann. Starfmenn sem vinna fulla vinnuviku verða hagstæðastir hvað varðar laun til ríkisins fyrir veitta þjónustu.
10 mann fyrirtæki sem selur fyrir 10 milljónir með 20% vsk greið max. 1,7 milljón í skatt. Þar sem það má draga frá alla vsk. áreiknum sem verða til vegna rekstursins. Segjum þetta fyrir tæki hafi langt 50% á fyrir 20% vsk. Þá efur það keypti inn vsk. aðföng fyrir 5,5 milljónir. Ef þessi aðföng voru með 10% vsk. Þá eru að 550 þús. sem dragast frá 1,7 milljónum og fyritækið borga þá um 1,15 milljón í vsk. skatt. Þetta eru um 13% hreinn sölu skattur. Mín reynsla er sú að vsk. þrepa söluskatturinn er hugtak sem almennir Íslenskir neytendur skilja mjög illa, eða alls ekki. Hinsvegar kostar miklu meir að tryggja ekki svindl á honum en persónu sköttum. Persónu afsláttur býður þeirr hættu heim að starfsmenn sem eru á launskrá þurfa ekki að mæta til vinnu. Eigendur að mata krókinn. Í Ríkjum eins og Þýkalandi er vsk tekjur á þriðja þrepi, oftast lítil fyrir fæki undir 100 starfsmönnum áætlaðar, miðað við upplýsingar um aðföng frá heildsölum og byrgjum þeirra. Dæmi Íssali sem verslar inn 1000 lítra af mjólk, getur ekki selt hann sem Ís nema að leggja á hann allt það sem kostar að breyta mjólkinni í lámarks útsölverð af ís. Þetta og engar fréttir af óvenju háu Ísverði gerir átælun auðvelda. Þegar Íslani einn þýsku var spurður af því um 1990 hvort ekki væri hægt að svíkja mikið af vsk og að segja að það hefði skemmst [éta sjálfur]. Þá sagði hann að svör skattsins væru að tryggingar stofnanir þyrftu líka að lifa. Einnig að Íssalar sem gætu selt með sem minnstum affallakostnaði, væru neytendavænni en hinir sem mega missa sín. í Flestum ríkjum eru undirboð á markaði alls ekki liðinn, og fyrirtæki sem borga lítið í heildina litið af launum til hins opinbera, samfélgsins af söluskatti= nettó vsk mega víkja fyrir aðilum sem standa sig betur í rekstra sölumennskunni. Ísland er uppfullt af fávitum í Alþjóða viðskiptamálum. Fyrirtæki sem selja minna af einingum, þegar almenn neytenda eftirspurn dregst saman vegna verðtyggðar húsleigu, og veldisvísislegra raunvaxta kröfu á Íbúðaveðlánum: getur ekki annað en hækkað verðið á þeim sem einingum sem seljast til að greiða verðtryggða skatta og verða vaxandi vexti. Hvergi nema á Íslandi er almennum neytendum kennt um óeðilega "inflation". Það eru almennar launahækkanir sem skila sér ekki í auknum eininga fjölda sömu vöru og þjónustu á samanburðar tímabili.
Heildarskuldir almenninga minka ekki þótt mat á fasteignum veðum sé hækkað. Í fjámálheimum, er fasteignir í hverfum sem eru meira en 5 ára, gömul gróft metinn eftir reiðsfjá útstreymi á þessum fasteigum, Í USA með jafnar CIP 4,5% á ári 1970-2000 voru fastir vextir á veðlánum í þessum hverfum um 5,06% . Hinsvegar í hverfum í byggingu og yngri en fimm ára gátu fastir vextir farið altt upp í 7,5%. Þetta er líka vegna þess að lítið [ekkert] viðhald er á veðum fyrstu 5 árin, meðan greiðslur eru að lækka að raunvirði til að taka á móti framtíðar viðhaldi veða sem sem skipta um eigendur á 30 ára fresti.
Bullið sem er búið að vera hér í illa mennuðum fræðimönnum síðustu 50 ár í mínu minni er til skammar.
Júlíus Björnsson, 26.7.2011 kl. 16:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.