7.7.2011 | 10:59
Lýðræði eða fasismi
Það er með endemum að umræða um samningsmarkmið Íslands skuli ekki vera eðlileg og með lýðræðislegum hætti þar sem sjónarmið atvinnuvega landsins eru viðruð í bak og fyrir á opinberum vettvangi og í tæka tíð.
Ætlar hinn ESB-innrætti (en sjálfsagt vel meinandi) utanríkisráðherra og samflokksmenn hans og valdasækið ríkisstjórnarfólk að einoka umræðuna og þagga niður í nauðsynlegri umræðu? Ótrúlegur skortur á sjálfsagðri og nauðsynlegri umfjöllun um landbúnaðarmál virðast gefa vísbendingar um að þau viðhorf ríki enn sem komið er.
Þeir sem þykjast einir geta haft vit fyrir þjóð sinni og öðrum með valdboði hafa verið kallaðir fasistar. Versta mynd hans birtist við valdatöku einræðisharðstjóra í krafti hers. Einnig í málatilbúnaði hugmyndafræðinga sem reyna að telja þjóð sinni trú um einræðisleg stefnumál þegar upplausnarástand ríkir í atvinnumálum og þjóðmálum landsins. Um það eru mörg hrikalega slæm dæmi á 20. öld og þarf ekki að fjölyrða um það.
Til fyrirmyndar er að samtök íslenska landbúnaðarins skuli vera búin að láta taka saman samanburð á regluverki Íslands og ESB og kostum og göllum við hugsanlega inngöngu í sambandið.
Spurning er hins vegar hvað tefur aðra atvinnuvegi Íslands eins og sjávarútveg, orkugeirann, iðnað, ferðamál, vinnumál, félagsmál, heilbrigðismál og menntamál.
Hvar eru ámóta skýrslur um stöðu mála hjá þeim?
Vilja ræða samningsmarkmið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.