Varða í rétta átt

Semjum óð til náttúrunnar, móður jarðar, sem hefur alið okkur og þá sem á undan komu. Hún mun einnig ala afkomendur okkar, þá sem á eftir okkur koma, en aðeins EF við ölum önn fyrir henni og rústum ekki vistkerfinu í skammsýni okkar og þröngsýni.
Hætturnar blasa við og viðvörunarlúðrarnir gjalla, samanber hending í texta í lagi mínu Landið sem lengi var, sem hægt er að hlusta á í spilaranum mínum:

"Grandað er lífi, af gróðri sneitt,
og geigvænleg mengun er leyfð.
Rist er í jörð og regnskógum eytt,
við rányrkju spornað með deyfð."

Ekki er þessi sýn lífvænleg.

Hins vegar blasa þó við dásemdir á ýmsum stöðum jarðar sem minna á heimanmund mannkyns í árdaga, sjálfbært vistkerfi, sem dugað hefur til viðhalds mannlífi (og öðru lífi) hér á jörð hingað til.
Framtak Vina Vatnajökuls er varða á leið í rétta átt í því samhengi.

En, hvernig bregðumst við mannkyn við svo að við förumst ekki úr fæðuskorti og mengun og siðmenning líði undir lok?
Hvað getum við gert til að sporna við feigðarþróuninni?


mbl.is Stór styrkur til Vina Vatnajökuls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband