Um ófærur

Um hvern er biskup yfir Íslandi eiginlega að tala er hann tekur svo til orða prédikun sinni á þjóðhátíðardegi Íslands, þegar spjót sumra og furðu lostinna þegna landsins standa á stjórn og skipulagsmálum þjóðkirkjunnar:

„Hann var maður, með sína bresti og takmarkanir. Hvorki hann, né nokkur annar maður, karl eða kona, á kröfu til ginnhelgi og dýrkunar. Oft hefur krafan um ofurmennið, goðumlíka leiðtogann sem öll ráð og lausnir hefur í hendi sér, leitt þjóðir undir ný ánauðarok og helsi. Það eru ófærur."

Er hér verið að reyna að nota sjálfa sjálfstæðisþjóðhetju Íslendinga, persónu hans og afrek, á 200 ára ártíð hans til afsökunar á mannlegum brestum kirkjunnar manna og þeirra verka þeim til upplyftingar?
Og, tengja óeigingjörn og fórnfús afrek þjóðhetjunnar í þágu íslensku þjóðarinnar þar með við einstaklingaharmleiki biskupamála svokallaðra, málsaðilum til sáluhjálpar og frelsunar hér og nú?
Er það ef til vill einnig dæmi um "ófærur" villublindu, dúandi dý og kviksyndi?
Hvað segja þegnar Íslands, ekki síst þeir sem trúa á æðri máttarvöld fremur en kennisetningar og trúarstofnanir manna?
Svara þeir og aðrir einfaldlega með úrsögn úr þjóðkirkjunni?

 


mbl.is Biður þjóðina að horfa fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Það er djúpt á iðrunina í biskupi, - alveg virkaði þetta svona á mig að hann setti sig í spor þessa brautryðjanda.  Það besta sem hann gerði núna væri að ryðja þá braut að menn færu að axla ábyrgð og segja af sér,  þegar að ekki hefur gengið vel. Þjálfurum í íþróttaliðum er skipt út þegar að ekki næst liðsheild, eða liðsandinn dalar.  Íslenskir yfirmenn virðast ekki gera sér grein fyrir þeim áhrifum sem þeir hafa. Ég held að þetta sé orðin spurning um að biskup segi af sér eða að þjóðin segi sig frá biskup, og þá með því að skrá sig úr kirkjunni.  Ein af ástæðunum fyrir því að ég hef barist fyrir kirkjunni er að þar eru svo margir sameinaðir og þarna höfum við tækifæri til að vinna að góðu starfi.  Stofnunin er bara orðin of þung og of hár valdaturninn.  Stofnunin kirkjan hefur fjarlægst söfnuðinn kirkjuna.

Jóhanna Magnúsdóttir, 18.6.2011 kl. 07:56

2 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Sæl, "systir í túlkuninni".
Ja, það er mikið til í þessu og "óheppilegt" hvernig þróunin hefur orðið og er innan þjóðkirkjunnar að þessu leyti.

Það er hárrétt hjá þér að þarna er leitandi, en líklega rávilltur, söfnuður til staðar (innan þjóðkirkjunnar), en það er spurning um hirðinn.
Svo virðist að það séu fyrst og fremst prestarnir, embættismennirnir og aðrir "þjónar" sem elta leiðtoga sinn hundtryggir og hlýða honum í blindni, en hjörðin sér ekki sömu bithaga og þeir og fer þess vegna sína leiðir þar sem henni finnst lífvænlegri aðstæður og lifandi vatn að drekka. Eins og sauðum er eðlislægt geta þeir þráast við, sauðþráir, ef þeim hugnast ekki að láta reka sig í einhverja átt. Þá stappa þeir niður fótum og fara ekki fet eða hlaupa út undan sér.

Það er óhugnanlega eftirtektarvert að engir prestar né titlaðir sóknarmeðlimir hafa tjáð sig hér á blogginu um þessi mál síðustu daga, utan þessara tveggja hugdjörfu presta sem um leið voru vændir um persónulega hefnigirni gagnvart sitjandi biskupi (Örn Bárður og Sigríður Guðmars). Þannig er málflutningurinn og orðræðan. Þetta er í hæsta máta ógæfulegt.

Þá höfum við ekki minnst á kenningalega þætti kirkjunnar sem þarf tilfinnanlega að klæða í búning sem hæfa samtímanum er hann getur meðtekið. Þar á ég við nokkur grundvallaratriði, sem, að minnsta kosti, þarf að orða nokkuð öðru vísi og "rökstyðja" á annan veg en gert hefur verið. Að öðrum kosti mun hin gamla kenningastofnun líða undir lok með svipuðum hætti og keisarinn klæðalausi þegar afturhaldssöm firrt "rétttrúnaðar"-stefna og meðvirkni opinberast sem vatnslausir brunnar. Þá yrði of seint fyrir þessa stofnun að uppfæra sig; Þá yrði "eitthvað nýtt" til. Það yrðu hins vegar ekki síður spennandi tímar uppbyggingar á frambærilegum forsendum.

Kristinn Snævar Jónsson, 18.6.2011 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband