8.4.2011 | 23:07
Örvæntingarfullir Írar
Það er afar afhjúpandi fyrir þá stöðu mála, þegar búið er að hneppa þjóð í fjötra skulda og miskunnarlítilla lánardrottna, að sjá innslag í umræðu á írska þinginu í írskum umræðuþætti, Tonight with Wincent Browne þ. 5.4.2011 (03:15, ..)
Í þættinum er rætt við írska þingmenn um hrikalega skuldastöðu Íra og hvernig fara má að því að endursemja um eða minnka þær skuldir, sem stjórnin yfirtók af bankakerfinu þar í landi án þess að spyrja þjóð sína, í þeirri viðleitni að bjarga landinu úr sligandi kreppu. Mönnum er þar heitt í hamsi svo að minnir á kunnuglegar aðfarir viðmælenda í íslenskum viðræðuþáttum þar sem hver talar ofan í annan.
Lilja Mósesdóttir er á meðal viðmælenda og leggur þar röggsamlega meitluð orð í belg um hvernig brugðist var við á Íslandi og hvað er í gangi nú í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave og hvað Írar geta lært af reynslu Íslendinga í þessum málum.
Írar horfa eftirvæntingarfullir til úrslita kosninganna á Íslandi í spurn um hvernig íslenska þjóðin bregst við ofurkröfum evrópska fjármálakerfisins; hvort hún reyni að sporna við með því að hafna Icesave-lögunum þar sem hún er ekki komin með snöruna um hálsinn eins og sú írska. Að því leyti virðast þeir horfa öfundaraugum til íslensku þjóðarinnar og að eiga ennþá val.
Í þættinum er rætt við írska þingmenn um hrikalega skuldastöðu Íra og hvernig fara má að því að endursemja um eða minnka þær skuldir, sem stjórnin yfirtók af bankakerfinu þar í landi án þess að spyrja þjóð sína, í þeirri viðleitni að bjarga landinu úr sligandi kreppu. Mönnum er þar heitt í hamsi svo að minnir á kunnuglegar aðfarir viðmælenda í íslenskum viðræðuþáttum þar sem hver talar ofan í annan.
Lilja Mósesdóttir er á meðal viðmælenda og leggur þar röggsamlega meitluð orð í belg um hvernig brugðist var við á Íslandi og hvað er í gangi nú í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave og hvað Írar geta lært af reynslu Íslendinga í þessum málum.
Írar horfa eftirvæntingarfullir til úrslita kosninganna á Íslandi í spurn um hvernig íslenska þjóðin bregst við ofurkröfum evrópska fjármálakerfisins; hvort hún reyni að sporna við með því að hafna Icesave-lögunum þar sem hún er ekki komin með snöruna um hálsinn eins og sú írska. Að því leyti virðast þeir horfa öfundaraugum til íslensku þjóðarinnar og að eiga ennþá val.
Hafa samúð með Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:31 | Facebook
Athugasemdir
Samála og því segi ég með stolti nei á morgunn!
Sigurður Haraldsson, 8.4.2011 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.