Andstæðingar almennings

Í Fréttablaðinu í dag, 18.12.2010 s. 62-64, er haft eftir Daniel Ellsberg að nú upplifi Assange stofnandi WikiLeaks hliðstæðar ofsóknir eins og hann varð fyrir í kjölfar uppljóstrana á Pentagon-skjölum 1971 um stríðsrekstur Bandaríkjanna í Víetnam. Þær uppljóstranir eru taldar hafa orðið til þess að stytta stríðið og komast þar með hjá enn meiri blóðsúthellingum og skaða almennings á báða bóga. Reynt er að þagga niður í slíkum uppljóstrurum, nú sem þá.

Í því ljósi er rétt að spyrja um eftirfarandi:

Hvor aðilinn er meiri andstæðingur almennings:

1) Þeir sem leitast við að upplýsa almenning um sóun á almannafé, baktjaldamakk, spillingu, blekkingar og hræsni stjórnvalda og fyrirtækja gagnvart almenningi, til að sporna við hinu sama, eða

2) þeir sem leitast við að koma í veg fyrir slíka upplýsingagjöf til almennings með öllum tilteknum ráðum og bellibrögðum?


mbl.is Lokar á greiðslur til WikiLeaks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband