8.12.2010 | 11:36
Framsal atkvæðisréttar
Þeir sem ekki nýta kosningarétt sinn á kosningadegi ákveða þar með að framselja atkvæðisrétt sinn til þeirra sem kjósa.
Í því ljósi er það Þess vegna rökvilla og/eða lýðskrum og blekkingaleikur að halda því fram að kjörnir fulltrúar í kosningum séu einungis fulltrúar þeirra (fáu) sem kusu.
Þeir sem ekki kjósa geta því ekki leyft sér að kvarta um að "fáir hafi kosið" og að hinir kjörnu fulltrúar hafi ekki mörg atkvæði á bak við sig eða séu ekki fulltrúar "stórs hluta þjóðarinnar". Þeir skulu gera sér grein fyrir því að með heimasetu sinni veittu þeir þeim sem kusu óbeint umboð til að kjósa fyrir sig um leið eins og þeim sýndist.
Það er hins vegar dapurlegt út af fyrir sig að fólk sem telur sig lýðræðissinnað skuli ekki nýta kosningarétt sinn við lýðræðislegar kosningar.
Það er hörmulegur misskilningur á lýðræðinu og þeim rétti sem það býður upp á þegar fólk segir "það þjóni engum tilgangi" að kjósa, eins og heyra mátti á sumum viðmælendum sem teknir voru tali af handahófi af fréttastofu RÚV í aðdraganda kosninga til stjórnlagaþings. Slíkar yfirlýsingar veruleikafirrtra kjósenda eru sláandi dæmi um áhrifamátt andlýðræðislegs áróðurs eða kæruleysis sem þannig kemur fólki til að tala gegn sínum eigin hagsmunum sem þegnar lands sem á að heita lýðræðisríki, hafi þeir raunverulega einhvern áhuga á að láta sig stjórnun þjóðfélagsins varða.
Eða, eru heimasitjandi kjósendur sem þannig nýta ekki atkvæðisrétt sinn, að biðja um einhverskonar einræðis- eða alræðisfyrirkomulag (eða fáveldisklíku flokka) þar sem þeir þurfa ekki að hugsa um hvað þeir vilja en bara taka við því sem að þeim er rétt af valdhöfum umyrðalaust?
Þetta er eins og þegar heimilsfólk er spurt að því hvað það vilji í kvöldmatinn og það svarar: "Bara eitthvað"! Þar með er þeim sem fer í matvörubúðina gefið sjálfdæmi um hvað verður í matinn í það skiptið. Heimafólk hefur þá val um að éta það sem keypt var eða svelta ella.
Ef til vill lætur það vilja sinn í ljós næst ef það vill hafa áhrif á hvað kemur upp úr pokunum, ef það verður þá spurt yfirhöfuð!
44% fengu ekki fulltrúa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þessu.
Er fólk búið að gefast upp á því að ráða eigin örlögum og lífi ?
Árni Þór Björnsson, 8.12.2010 kl. 16:11
Það er með ólíkindum hvað það ætlar að reynast mörgum erfitt að sætta sig við það að stjórnlagaþingskosningarnar mistókust. Það hve fáir sáu ástæðu til að kjósa eru í sjálfu sér heil mikil skilaboð. Að mæta ekki ákjörstað er líka lýðræðislegur réttur fólks(þó víða sé reynt að skilda fólk til að kjósa) Það er alþekkt að þar sem kjósendur telja að þátttaka þess breyti engu um niðurstöðu kosninga þá sé því svarað með því að hundsa kosningarnar. Tilfellið er að niðurstaðan ber aðferðinni augljós merki.
Júlíus Guðni Antonsson, 8.12.2010 kl. 23:50
Takk fyrir innlitin. Júlíus: Ef þú heldur að ég eigi erfitt með að sætta mig við að stjórnlagaþingskosningarnar "mistókust", þá ályktar þú um efni fram. Þú ert þar að vísa til einhverra annarra. (Hverra?)Kosið var og niðurstaða fékkst um kjör á fulltrúum eins og tilgangur kosninga er. Það er í góðu lagi. Það mistókst ekkert í sambandi við kosningarnar að því leyti. Einungis var þátttakan dræm og á því hefur borið að menn haldi því fram að ekkert sé að marka niðurstöðuna af þeirri ástæðu. Það er sú mistúlkun sem ég er fyrst og fremst að benda á.
Hitt er staðreynd að nánari útskýringar vantaði sárlega um form nýafstaðinna stjórnlagaþings-kosninga og reglunum við mat atkvæða og útreikninga í því sambandi um röð frambjóðenda. Það er til skammar fyrir ríkisstjórnina að standa ekki betur að kynningu á því og málefninu sjálfu, íslensku stjórnarskránni og álitamálum í því sambandi í nútímanum.Hitt er annað, eins og þú bendir réttilega á, að sums staðar eru kosningar sviðsettur blekkingarleikur af kúgandi valdhöfum. Við Íslendingar viljum ekki teljast til slíkra þjóða þar sem þannig háttar. Vonandi höfum við gæfu til að halda í lýðræðið í reynd. Kúgunarhótanir ber að hunsa eftir því sem kostur er á, af hvaða tagi sem þær eru, eins og ég reifaði reyndar í nýlegum pistli, hvort heldur sem það snýst um hótanir gegn þjóðarleiðtogum að sækja fundi á alþjóðavettvangi eða þöggun málefna, umræðu, einstaklinga eða þjóðar, svo dæmi séu nefnd, eða önnur ofbeldismál. Kúgara þarf að afhjúpa og stöðva til að koma í veg fyrir frekari kúgun.Á hinn bóginn finnst mér það t.d. móðgun við íslensku þjóðina þegar forsætisráðherra vor í broddi félegrar fylkingar hneykslaðist á því að fólk skyldi ætla að taka þátt í þjóðaratkvæða-greiðslunni um "samninginn" í deilunni við Breta og Hollendinga. Það finnst mér ekki hafa verið áköf lýðræðisleg viðhorf í stöðunni.
Kristinn Snævar Jónsson, 9.12.2010 kl. 13:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.