Heilvita menn og hávaxtastefna

Þeir sem sjá vilja og hafa efni til hugsunar milli eyrnanna og skynsemi til að nýta það gera sér grein fyrir því að þær forsendur sem sagðar hafa verið fyrir hávaxtastefnu Seðlabanka Íslands frá því skömmu eftir bankahrunið í október 2008 hafa ekki átt við rök að styðjast, svo vægt sé til orða tekið. 
Klifað hefur verið á því af hálfu Seðlabankans og stjórnvalda að verja þyrfti gengið með því að halda uppi háu vaxtastigi.
Á móti þeim rökum hefur margoft verið bent á að meðan gjaldeyrishöft eru við lýði þarf ekki jafnframt himinháa vexti til þess.
Þetta var vitað mál fyrirfram og reynslan sannar þá skoðun.
Það er ekki seinna vænna en að málsmetandi aðilar fari að andmæla þessari vitleysu. (Það eru náttúrulega aðrir en þeir sem hagnast hafa á hávaxtastefnunni).

Á þessari bloggsíðu hefur margoft verið bent á hugsunarvilluna sem hefur verið allsráðandi um vaxtastefnuna hjá Seðlabankanum. Stefna Seðlabankans hefur verið þveröfug við gamlar og góðar kenningar um fjármála- og vaxtastefnu hins opinbera, sem og heilbrigða skynsemi.
Þar má benda á pistil um Hundalógik hávaxtastefnunnar og pistil um Haldlaus hávaxtarök.

Heilvita menn sjá þessa vitleysu, eins og hún snýr að almenningi og skuldugum heimilum og skuldugum fyrirtækjum ekki síður.
Mér dettur ekki í hug annað en að gefa mér þá forsendu að starfsmenn og stjórnendur Seðlabankans séu bæði þrælmenntað og skynsamt fólk.
Í ljósi þess verður að spyrja: Hvers vegna hefur þá hávaxtastefnan verið við lýði úr því að gjaldeyrishöftin hafa staðið óhögguð áfram?

Ef við útilokum að þekkingarleysi og dómgreindarleysi  í Seðlabankanum valdi, þá hlýtur Seðlabankinn að vera undir aga og stjórn annarra aðila.
Hverjir gætu þeir þá verið?
Er það Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn eða fjármagnseigendur, innlendir og erlendir, sem eiga fé og digra sjóði á háum innlánsvöxtum eða "traustum" hávaxtaberandi skuldabréfum íslenska ríkissjóðsins? Hvað um það, afleiðingin er sú sama fyrir skuldara.

Með hávaxtastefnunni hafa allir skuldarar á Íslandi, heimili og fyrirtæki, verið að greiða þeim sem best eru staddir fjárhagslega háar vaxtagreiðslur, þegar síst skyldi í þokkabót.
Vaxtagreiðslurnar hafa nánast verið millifærðar beint frá þrælpíndum skuldurum (skuldaþrælum) til innistæðueigenda. Það sem kórónar vitleysuna er svo verðtrygging lána sem hingað til hefur verið útfærð þannig að allri áhættu af verðlagsþróun er velt yfir á skuldara 100%.
Þetta er það réttlæti sem almenningi á Íslandi í góðri trú hefur verið boðið upp á.

Almenningur, skuldugu heimilin og skuldugu fyrirtækin, geta ekki staðið undir þessu til lengdar. Hvers vegna ættu þau að gera það?


mbl.is Telja eitthvað bogið við íslenska peningastefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þetta er hárrétt hjá Þér en því miður þá er kerfið að hrynja aftur og nú verður það ekki neitt smáræði!

Sigurður Haraldsson, 20.8.2010 kl. 00:14

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Spurning: hversvegna er ekki boðið upp á hefðbundin á alþjóðmælikvarða Mortgage=hypotek=annutets lánsform á Íslandi síðustu 30 ár.

Þau er of gagnsæ fyrir almenning.  Reglur mjög skýrar.

Heildar skuld = heildar lánsfjárhæð + heildar vextir.

Heildavextir = grunnvextir + vaxtaálag vegna verðbólgu á lánstíma.

Hér er verið að tala um 360 gjalddaga lán eða lán til 30 ára, staðalformið erlendis, vegna 1. kaupa lántaka [á föstum laun næstu 30 ár um 80% launþega í borgum] á íbúð/heimilisfasteign og lánsfjárhæð sem er innan við 80% af nýbyggingarkostnað eða brunabótamati það sem er lægra.

Hér er um fasta heildar upphæð að ræða þess vegna þar eru um sömu greiðslu að ræða allan lánstímann.

Staðallinn er að  að grunnvextir um 20% og þar sem lánið er greitt niður á lánstímanum er reiknað út að línulegar verðbólguvaxtaleiðréttingarr summa allra föstu gjalddaganna er um 2/3 að heildarverðbólgunni næst 30 ár. Í USA er þetta um 3,2% á ári eða 96% á 30 árum þannig að heildar verðbólguvæntingar leiðréttingar eru um 60%.

Heildarskuldin er því : lánsfjárhæð + (lánsfjárhæð  x 80%).  Einingargjaldið til greiðslu að jafnaði er því 1,8/360= 0,5% af lánsfjárhæðinni.

Án áhættu dreifingar eru öll gjöldinn í bókhaldi skipt niður í  55% veðlosunarhluta og og 45% vaxtarhluta.

Samt sem áður tíðkast víða að hafa þetta hlutfall breytilegt  innan föstu gjaldanna og má segja það þar sem lánin eru nánast öruggt m.t.t greiðslugetu stöðuleika lántakans allan lánstímann má segja að dreifing sé táknræn. Í UK er boðið upp á lán þar veðafborgun er mest í miðjunni eftir um [15 ár] minnst fyrst og síðast: það er bogi á línuriti.   Líka má segja að Bankinn tryggi sig fyrir því að lántaki taki fljótt lán á öðrum veðrétti sem gæti stofnað 1. veðrétti í veðafborgunar greiðslugetuhættu.

Ef lánið er 10.000.000 þá er fasta fyrirfram verðtryggða jafngreiðslu gjaldið um 50.000 allan lánstímann. Eingin vandi að reikna heildarskuld fram í tíman eftir greiðslu síðast fyrirfram verðtryggða fastagjalds.

Neytendur erlendis vita að raunvirði síðasta gjalds miðað við verðbólguvæntingar er um 10% af raunvirði þess fyrsta.  Þess vegna hald þeir upp eftirspurn á mörkuðum eftir neyslu vöru og þjónustu.  80% semur um fasta vexti.

Hin 20% geta þá samið um að dreifa fastri lánsfjárhæð og 20% vöxtum  á 360 gjalddaga og láta fylgja verðbólgu með leiðréttingu N.B á gjaldfallna afborgun. það kallast verðtrygging.

Fastgjaldið hér er um 1,2/360= 0,33%.  33.000 krónur miðað við 10.000.000 lán.

Grunnvextirnir að sjálfsögðu raunvextir strax frá upphafi. 

Ef verðbólga er að jafnaði 3,2% á ári þá er hækkun á 1. gjalddaga um  88 kr, á þeim 12.   1066 kr. og á síðasta 3,2% x 30 =96% eða 32.000-

Hér voru brugguð launráð samfara upptöku opinbera heildar neysluvísitölu til verðtrygginga: CIN: Consumption Index Number. Neytendur tengdir lánadrottnum bruðla og almenningur á föstu launum borgar hærri raunvexti.

Fyrst var ákveðið að hafa föstu vexti Íslenska jafngreiðslu formsins jafna heildvöxtum í UK að viðbættum um 2% vöxtum.

Heildarskuldinn á um 2,1 eða 11.000.000 í rauhnvextir til verðtryggingar.

Þatta hækkar USA gjaldið upp 58.533 kr

Þá var ekki apað eftir alþjóðasamfélaginu og vali 30 ára grunn lán, nei 25 ár vor valin til að hækka fastagjaldið um 20%  up 70.000 kr.

Nú fengu fáfróðir stjórnsýslu aðilar að heyra að fastgjaldið hér væri 40% hærra en það í sambærilegum löndum. Nú voru góð ráð dýr þetta myndi almenningur ekki ráð við.

Þá koma rauður ráðgjafi með splunkunýtt sveiflu afborgunar form þar sem lántaka er sýnd á gjalddaga allar ógjaldfallnar verðbólguleiðréttingar fram í tíman og honum talið trú um að með því að endureikna heildarskuld á síðast gjalda með ógjaldföllnu verðbólguleiðréttingu og dreifa á alla gjaldaga sem eftir eru þá lækki gjaldið á fyrst gjalddaga niður í 50.000. og ef verðbólga verði eins og í UK næst 5 árin sé heildragreiðslan sú saman og um verðtryggt jafn afborgunar lán væri að ræða.

Hinsvegar ef reiknaða með 25 árum til 45% og sömu verðbólgu hækkar lánsformið verð tryggða vaxtaskuld um 30%.      

Ísland varð því fyrst land í heimi til að greiða um 200.000 króna vaxta skaðbætur til að meðaltali á lánstímum.   IMF spyr út í þetta niðurgreiðslu form 2005?

Þessi misnotkun á annutet formi er vel þekkt í EU og USA, enda er ólöglegt að kalla þetta verðtryggt jafngreiðsluform í lengri tíma en 5 ár nema verðbólga sé alltaf núll.

Lög um verðtryggingu er um leiðréttingu á gjaldfallinni skuld til vertrygginga en summa þessara meintu jafngreiðslu verðbóta  fylgir ekki verðbólgu á lánstímanum heldur með 99% líkum fylgir henni og hækkar raunvirðið um 30%.

Hversvegna  var ekki leiðrétt gagnvart almennum 2007 þegar verðbólga fór langt yfir 3,5%?  

Græðgi stjórnsýslunar blindaði sýnina á almennt réttlæti. Leiðrétt mátti veðfalsið gagnvart erlendum lándrottnum til að geta haldið áfram að blóðmjólka almenning í framtíðinni.  

5 ára kúlu negam-lánsformin sem sannarlega er hægt að útbúa með hvað nafnvöxtum sem er þar sem vaxtaleiðréttingar tengdar ýmsum verðvísum og stærðfræðiformúlum  reiknast eftir á er ekki fyrir nema færstu og greindust aðila að meta hvort eru hagstæð eða ekki.

Þau aftur á má túlka fyrstu 3 árin í bókhaldi að endurspegli mjög litla skuldastöðu hinsvegar eftir 5 ár þá getur skuldastaðan þess vegna 10 faldast.

Verjendur negam lána ofnotkunar hér eru allir ómarktækir og vanhæfir til að taka fjármálaákvarðanir að mínu mati.      Hér er skortur á einföldum öruggum langtíma lánsformum.

Júlíus Björnsson, 25.8.2010 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband