Bull-siður án tölulegra raka

Enn á ný koma úr þessum ranni afdrifaríkar yfirlýsingar fyrir almenning þessa lands, sérstaklega skuldug heimili og fyrirtæki án þess að töluleg gögn fylgi með til rökstuðnings
Skemmst er að minnast yfirlýsinga viðskipta- og efnahagsráðherra og seðlabankastjóra sjálfs um þessi mál án þess að þeir styddu þær með tölulegum gögnum til sannindamerkis.

Þetta virðist orðinn algjör siður hjá þeim og mörgum öðrum að tala út í loftið í krafti embættis síns án þess að styðja mál sitt (bulla) og ákvarðanir með tölulegum rökum sem sýni fram á hvers vegna þeir haldi skoðun sinni fram "í þágu almannahagsmuna".
Einungis á grunni tölulegra gagna er hægt að ræða efnislega um málið jafnt sem siðferðis- og tilfinningalega, ekki síst til að forðast óþarfa misskilning.

Þetta er ólíðandi og að óbreyttu kyndir það undir hugmyndum um ekki sé allur sannleikurinn sagður í málinu.
Er það gert af "tillitssemi" við almenning til að forða honum frá óþarfa skelfingu eða er verið að svína á almenningi? Það er spurning dagsins.


mbl.is Í þágu almannahagsmuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í þessu sambandi kemur fram í skýrslu starfsmanna IMF 2005 að  hér sé með skipulögðum hætti reynt að koma þjóðinni í langvarandi greiðsluþjónustu við banka og sjóði. Ráðstöfunartekjur þá 60% yngri hluta þjóðarinnar séu svo litlar til langframa að standi ekki undir velferðarkerfi miðað við þjóðartekjur þá til langframa. Einnig að greiðslu erfileikar hafi verið miklir frá 1998. Vitnað er í Seðlabanka nokkrum árum áður, þar sem hann segir nauðsynlegt að flytja inn 800 starfsgildi á ári til að svara útlána þörf banka  og sjóða.

 Ofur innstreymi vaxtaafborganna.

Með öðrum orðum skapa fleiri skuldaþræla. Haft er eftir Íbúalánasjóði að hér hafi orðið bylting í hugarfari hvað varaðar verðmætamat  á virkilegum fasteignum.

Ég spyr hvort áróður hafa ekki fleiru í hugarfari neytenda.

Á sama tíma töluð  þeir mest um góðæri sem höfðu það best á alþjóð vetfangi.

Þrátt fyrir skýrslu IMF sem dró upp mynd af langvarandi neytenda hallæri.

Ég var fólk við sérfræði álit hér sem er ekki í samræmi við álit t.d. starfsmanna IMF í umræddri skýrslu. Þar sem líka mátti lesa út væntanlegt hrun með sama áframhaldi sem varð raunin. Skýrslan var virt að vettugi. 

Júlíus Björnsson, 1.7.2010 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband