Sanngirnis- og réttlætismál að leiðrétta verðtryggðu lánin

Allir sem vilja sjá og iðka réttlæti taka undir það augljósa sjónarmið að leiðrétta beri verðtryggðu lánin.

Það ber að endurreikna reiknaðar verðbætur sem lagðar hafa verið á höfuðstól lánanna samkvæmt röngum og brostnum forsendum frá því að verðbólguhrinan fór af stað í tengslum við fall íslensku bankanna og efnahagshrunið árið 2008.
Bakfæra skal ofreiknaðar verðbætur af höfuðstól (eftirstöðvum) lánanna nú þegar og afturvirkt til þess tíma er forsendurnar brustu.

Óteljandi réttsýnir menn og konur hafa hamrað á þessu réttlætismáli fyrir daufum eyrum lánveitenda, meðal annars þeirra banka sem tóku við þessum bústnu skuldakröfum af hinum föllnu og heillum horfnu einkabönkum.

Ég hef skrifað um þetta á þessum vettvangi áður og má sjá í sérstökum pistli frekari rök fyrir leiðréttingu þessara lána.

Einnig í öðrum pistli í tengslum við tillögugerð á Alþingi um verðbætur og landeyðandi hávaxtastefnu.


mbl.is Endurmeti húsnæðislánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband