Sýndar-innlánatrygging?

Hvaða raunhæfa trygging felst í þessu fyrirkomulagi í litlu ör-hagkerfi eins og því íslenska?!

Hér eru ekki fleiri þúsund viðskiptabankar eins og t.d. í Bandaríkjunum, þar sem ekki er stórt mál þótt nokkrir bankar fari á hausinn (í fréttum fyrir nokkrum dögum kom fram að um 700 bankar væru á válista eftirlitsaðila þar í landi).

Hér eru tiltölulega fáar lánastofnanir, fjórir bankar og nokkrir sparisjóðir. Hver aðili, sérstaklega bankarnir,  vegur það mikið af heildar innlánsupphæð að ef einn af þeim verður gjaldþrota dugir þessi tryggingasjóður með 0,3% árlegt iðgjald af heildarinnlánum skammt til að tryggja innistæður viðkomandi viðskiptavina eins og gefið er í skyn að séu tryggar með þessum hætti.

Það tekur áratugi að byggja upp tryggingasjóð sem staðið gæti undir gjaldþroti eins banka, hvað þá margra samtímis; Er ekki frekar lítið í sjóðnum í dag? (Og, Icesave-málið enn óafgreitt!).

Innistæðueigendur í bönkum á Íslandi eru óvarðir á meðan, nema:

* Ríkisábyrgð komi til (myndi það duga m.v. stöðu íslenska ríkisins í dag?!), eða

* Viðskiptabankarnir séu í eigu erlendra banka á EES-svæðinu með stórt og fjölmennt bakland viðskiptavina í sínum heimalöndum sem dugir til að dekka innistæður.
Viðkomandi erlendu bankar mættu þó ekki vera "of stórir" í hlutfalli við tryggingasjóð í viðkomandi landi/löndum, þannig að sá tryggingasjóður að baki þeirra gæti líka staðið undir innistæðutryggingum viðskiptavina uppi á litla Íslandi ef þeir færu á hausinn.


mbl.is Hver ber ábyrgð á innstæðum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við erum í vondum málum

Sigurður Haraldsson, 21.6.2010 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband