13.3.2010 | 14:12
Þekking og læsi
Þekkingin lætur ekki að sér hæða! Bókvitið og skynsemin verða í askana látin, með einhverjum hætti. - Flott hjá sveitastjóranum.
En, það er ekki síður athyglivert við þessa frétt að tveir Kínverjar skuli vera á ferðalagi (einir síns liðs) í víðáttum Íslands úti í sveit um hávetur á athygliverðum stað.
Er það bara af ævintýraþrá einstaklinganna, eða voru þetta embættismenn kínverska ríkisins eða starfsmenn kínversks fyrirtækis (kínverska ríkisins!) að huga að aðstæðum fyrir atvinnurekstur? T.d. tengt hugsanlegri opnun nýrra siglingaleiða um Norður-Íshaf?
Ef svo er, hvar er þá íslenska ríkið?
Íslenska ríkisstjórnin ætti að vera á höttunum eftir fleiri valkostum fyrir áætlun B, ef ekki fara saman leiðir hagsmuna landsins með AGS og "alþjóðasamfélaginu" við Atlantshaf.
Eða, eru Þingeyingar svona framsýnir og læsir á aðstæður að hafa nú þegar á að skipa sveitastjóra sem getur talað við Kínverjana milliliðalaust þegar þeir "koma", burtséð frá því hvað ríkisstjórar Íslands eru ekki að pæla?
Um vöntun á skoðun fleiri valkosta fyrir stefnu Íslands í utanríkis-viðskiptamálum, m.a. tengslum við Kína, hef ég ritað í öðrum pistli.
Sveitamaður ávarpaði Kínverjana á mandarínsku! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:40 | Facebook
Athugasemdir
Athyglisverðar hugleiðingar og víst er að það eru fleiri en smáþjóð eins og Íslendingar sem renna hýru (í eldri merkingu orðsins) til Kínverja.
Og það hefur lengi heillað mig varðandi Íslending og gert mig stoltan hvað mikið er og var til af lærðum mönnum og oft án skólagöngu þrátt fyrir ömurlegar aðstæður í gegnum aldirnar.
Þetta minnir mig á frásögn (eins og ég man hana) erlends ferðamanns fyrr á öldum sem leitaði að prestssetri á Íslandi en fann ekki neitt nema moldarhrúgu þar sem prestssetrið átti að standa. Útúr þessari moldarhrúgu (prestshúsinu) skríður þó að lokum tötramaður, feiminn og hjárænulegur og reyndist þar vera kominn presturinn.
En hann gat mælt við komumenn á þremur tungumálum, dönsku, latínu og grísku og sat við að þýða eitthvert stórverk heimsbókmenntanna.
Jón Bragi Sigurðsson, 14.3.2010 kl. 12:30
Hýru auga, átti náttúrlega að standa þarna
Jón Bragi Sigurðsson, 14.3.2010 kl. 12:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.