"Alþjóðleg Samtök RaforkuFramleiðenda" ala OPEC

Það er löngu kominn tími til að þjóðir sem framleiða og selja raforku í stórum stíl til orkufreks iðnaðar stofni með sér alþjóðleg samtök til að leitast við með því að koma í veg fyrir óréttlát og stórskaðleg undirboð á raforkuverði milli landa og það arðrán á eigendum viðkomandi orkulinda, þ.e. viðkomandi þjóða, sem af undirboðunum hlýst.

Ísland ætti vel heima í slíkum samtökum.

Með öðrum orðum væri markmið slíkra samtaka að hafa stjórn á "heimsverði" raforku sem í boði er til alþjóðlegra stórfyrirtækja sem reisa vilja orkufrek fyrirtæki eins og álver og hverskyns málmbræðslur. Einnig vegna útflutnings á hreinni raforku um rafstrengi.

Þetta væru hliðstæð samtök og OPEC (Organization of the Petroleum Exporting Countries), Samtök olíuútflutningslanda, sbr. lýsing á hlutverki þeirra:

"OPEC's mission is to coordinate and unify the petroleum policies of Member Countries and ensure the stabilization of oil markets in order to secure an efficient, economic and regular supply of petroleum to consumers, a steady income to producers and a fair return on capital to those investing in the petroleum industry." (Heimild vefsíðan http://www.opec.org/home/ ).

Það er vægast sagt afar svekkjandi fyrir almenning á Íslandi og í öðrum löndum raforkuútflytjenda að verða af ómældum tekjum vegna of lágs raforkuverðs til orkufreks iðnaðar alþjóðafyrirtækja sökum hræðslu við undirboð annarra landa á því sviði.
Með hækkandi verði á olíu í framtíðinni, eins og er til umræðu í skýrslu Bransons og félaga, verður þetta meira aðkallandi og um leið á sinn hátt auðveldara þar sem þrýstingur í eftirspurn eftir öðrum orkugjöfum vex. Það rímar við grein mína um Lífslindir og lífsstíl.

Eins og er og verið hefur hafa alþjóðleg fyrirtæki í orkufrekum iðnaði verið í stöðu til að etja orkuseljendum upp á móti hverjum öðrum með því að hóta því að staðsetja nýjar iðnaðarstarfsstöðvar "annars staðar".
Neyðarbrauð landanna eins og Íslands hefur verið að selja raforku sína á miklu lægra verði en ella væri og veita umfangsmiklar skattalegar ívilnanir í kaupbæti.
Þar að auki er hinum alþjóðlegu fyrirtækjum auðveldur leikur að haga kostnaði og "hagnaði" á hverjum stað eftir eigin hentisemi þannig að hagnaður og þar með skattastofn fyrirtækis þess í framleiðslulandinu verði minni en vera ber og hagnaðurinn síðan tekinn út í svokölluðum "skattaparadísum".
Þar með verður framleiðslulandið, eins og Ísland, af gríðarlega miklum tekjum.
Og, yfirvöld horfa "hjálparvana" og aðgerðalaus á.

Í bók Evu Joly Hversdagshetjur, sem út kom fyrir jólin 2009, eru margar frásagnir um hvernig alþjóðafyrirtæki nýta sér skattaparadísir til að skjóta hagnaði sínum undan "óþarfa" skattlagningu. Sem dæmi má nefna frásögn John Christiansen frá Jersey (s. 12-28) um hlutverk skattaparadísanna á Jersey og Guernsey í fjármagnsflutningum alþjóðlegra fyrirtækja. Það er lestur sem "fær hárin til að rísa".


mbl.is Vara við olíuskorti fyrir 2015
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband