Sannanir óskast um blekkingar

Hér gætir frámunalega lélegrar fréttamennsku ef ekki er á öðru byggjandi en vitnisburði þessa fyrrverandi yfirmanns hollenska bankaeftirlitsins.
Hér verða sannanir og tilvísanir í gögn að fylgja svo hægt sé að sannreyna þau við vitnisburð og tilsvarandi gögn hjá Fjármálaeftirlitinu hér heima (FME).

Við skulum því spara gífuryrði um þennan vitnisburð þessa virðulega Hollendings þangað til að það er komið á hreint; ef til vill kemur það fram í væntanlegri skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.
Annars hlýtur FME að tékka á þessu sín megin hið snarasta og upplýsa okkur með trúverðugum vitnisburði eins fljótt og auðið er til að bera þetta strax til baka ef þetta er ekki á rökum reist.

Það er á hreinu að hér er um að ræða stórkostlegar blekkingar og afdrifaríkar fyrir Íslendinga og fleiri.
Spurningin er "bara" hvor aðilinn hafi verið að blekkja: hollenski bankaeftirlitsmaðurinn fyrrverandi núna eða íslenska fjármálaeftirlitið 2008!


mbl.is Talaði ekki um Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Þetta er lygi hjá Mogganum.  Ég fór á síðuna rétt áðan.  þá var talað um Seðlabankann.  Google-þýðingar á síðunni minni!  Á ensku og íslensku!

Auðun Gíslason, 1.2.2010 kl. 23:45

2 Smámynd: Agla

"Frámunalega léleg fréttamennska" er því miður ekki nýtt fyrirbæri. Íslenskir fjölmiðlar hljóta að kryfja þetta mál til mergjar á næstu dögum.

Trúlega kemur Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið til með að gefa út fréttatilkynningu án tafar um vitnisburðinn sem Arnold Schilder gaf hollensku þingnefndinni í dag.

Schilder er ekki bara einhver "virðulegur" " fyrrverandi yfirmaður hollenska bankaeftirlitsins.Þetta er maður sem er tekinn alvarlega og álit hans á hæfni Seðlabankans eða Fjármálaeftirlitsins eru fréttnæm, sér í lagi í tengslum við Icesave deiluna.

Agla, 1.2.2010 kl. 23:55

3 identicon

Í hollensku fréttinni er talað annars vegar um De IJslandse centrale bank, og hinns vegar um Landsbanki. SVo það fer ekkert á milli mála að mogginn er að ljúga og verja Davíð.

Valsól (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 23:58

4 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Er það svo? Er lestur og þýðing eitthvað að vefjast fyrir virðulegu mbl.is? Það hvarflaði ekki að mér! (

Það er nú svo auðvelt að hrekja svoleiðis "villur" að maður ætlar ekki miðlinum að hafa vísvitandi rangt eftir erlendu fréttinni; þá dytti trúverðugleikinn niður í 0 og áskriftin að bréfútgáfunni líka nema hjá villuráfandi bókstafsfólki. Við lesendur mbl erum ekki svo vitgrönn!).

Kristinn Snævar Jónsson, 2.2.2010 kl. 00:54

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hmmm?  Kannski er þetta Hollendingurinn Ljúgandi?

Jón Steinar Ragnarsson, 2.2.2010 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband