Eru bara ESB-löndin í "alþjóðasamfélaginu"?

Halda mætti að framkvæmdastjórinn sé að reyna telja fólki trú um að "alþjóðasamfélagið", sem hann ber fyrir sig, sé bara ESB-löndin, þ.e. þau sem hafa verið með yfirlýsingar gegn Íslandi.

Hafa t.d. NAFTA-löndin (Kanada, Bandaríkin og Mexíkó) og Asíu-blokkin með Kína, Japan, S-Kóreu og Indland innanborðs, og Rússland, og Mið-Austurlönd og Afríka verið með hótanir eða aðrar yfirlýsingar um þessi mál gegn Íslandi?
Þ.e.a.s. lönd í öðrum álfum en Evrópu?


mbl.is Stuðningur alþjóðasamfélagsins nauðsynlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eirikur

verið með hótanir eða aðrar yfirlýsingar um þessi mál gegn Íslandi?

How silly is that. Who is threatening Iceland?

All the "International" community wants is for the Icelandic Government to pay back the money that they guaranteed to the IceSave investors....That is not a threat my friend....

The UK tax payers will have to pay out £7.2 bn to cover for the Icelandic folly. That is over and above the £ 2.8 Bn that the Icelandic Government will pay. It is only fair, and not a threat, that your government should pay the money they guaranteed. Where they get that money from is up to them. Where is all the money? Where did it go? Surely your Government should be spending more time looking into that aspect .

Eirikur , 14.1.2010 kl. 18:21

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvaða ruglaði "Eirikur" er þetta? Naumast Íslendingur, hann virðist ekki kunna okkar tungumál, og hann er í reynd nafnleysingi, því að þetta fæst, þegar smellt er á nafn hans/hennar:

"Listi yfir blogga og albúm - Bloggalisti - Engir [sic] blogg eru til fyrir þennan notanda. Albúmalisti - Engin myndaalbúm eru til fyrir þennan notanda." – Það er allt og sumt!

En nú liggur mikið við, Kristinn Snævar, hjá mótstöðumönnum okkar að blekkja þjóðina og troða upp á hana "lausn" sem felst í því að svíkja hana um þjoðaratkvæðagreiðsluna eða hræða hana frá réttri niðurstöðu. Þá eru svona ómerkingar sendir út af örkinni til að reyna að rugla landsmenn í ríminu.

Við vitum nú betur en þetta, sem hann reynir að halda hér fram. Það er HREIN LYGI, að brezkir skattgreiðendur þurfi að borga "£7.2 bn" (7,2 milljarða punda = 1460 milljarða króna) vegna "Icelandic folly", og hann fer rangt með tryggingu af hálfu Íslendinga. Tilskipunarákvæði Evrópubandalagsins, 94/19/EC, sýnir og sannar sakleysi íslenzka ríkisins og þjóðarinnar í Icesave-málinu.

Þakka þér þína afstöðu í því máli, sem AGS-fréttin snýst um – vitaskuld er þetta rétt hjá þér! Ég vísa til nýbirtrar greinar minnar á sömu nótum, en með harðri gagnrýni í mörgum liðum á afstöðu AGS: Strauss-Kahn kemst upp með að láta gervi-„alþjóðasamfélag" brezks-hollenzks hagsmunabandalags nota sig og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Pseudo-Eirikur, you should read this: a few articles of mine, for a refutation of your silly arguments.

Jón Valur Jensson, 14.1.2010 kl. 18:59

3 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Jón Valur: Þakka þér fyrir snögg og góð viðbrögð við þessum fáfróða manni um fréttir sem borist hafa okkur Íslendingum af hótunum Evrópuríkja í okkar garð ef Icesave-"samningur" ríkisstjórnarinnar verður ekki samþykktur fyrr en seinna. Þær virðast hafa farið fram hjá honum.

Þessi huldumaður hefur ekki skilið að við viljum fá á hreint ábyrgð Bretlands, Hollands og annarra ESB-landa á bankahruninu og Icesave-málinu sérstaklega. Þeir eiga þar sína sök, en ekki bara Ísland. Hann getur lesið nánar um það í mínum fyrri pistlum og ekki síður í þínum greinargóðu pistlum með tilvísunum í gögn þar um.

Huldumaðurinn virðist heldur ekki vita að Ísland stóð við skyldur sínar varðandi stofnun innistæðutryggingasjóðs skv. tilskipunum EC, og ætti hann að kynna sér það betur eins og þú bendir á. Þessar reglur dugðu ekki til að varna svona uppákomu eins og Icesave, þar sem ekki var kveðið á um neinar upphæðir sem skyldu vera í sjóðnum á hverjum tíma.

Hitt er annað, að ég tek undir að finna þarf út úr því hvað varð um peningana sem útrásarvíkingarnir svokölluðu fengu að láni í íslensku einkabönkunum og notuðu sumpart til að kaupa erlend fyrirtæki erlendis. Þeir peningar voru ekki notaðir á Íslandi.

Enn annað er það að mér hugnast ekki að eiga orðaskipti við huldufólk sem þorir ekki að koma fram undir réttu nafni hér á blogginu, og geri það helst ekki.

Kristinn Snævar Jónsson, 14.1.2010 kl. 19:47

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér svarið, Kristinn, og ég tek líka undir þetta með þér, "að finna þarf út úr því hvað varð um peningana sem útrásarvíkingarnir svokölluðu fengu ..."

Jón Valur Jensson, 14.1.2010 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband