Hamast með röng vopn

Einn af bloggurum um þessa frétt ritar meðal annars:

"..og íslensk stjórnvöld vita ekki hvað þau eiga að gera til að þoka málinu af stað á ný.."

Það er málið! Það er morgunljóst hvað ríkisstjórninni ber að gera en hún þverskallast við að gera það, skilur það ekki, eða vill ekki skilja það. Hún berst ekki á réttum vígvelli og í stað rökréttra vopna sem bíta notar hún uppgjafarsöng og afsakandi bros þá sjaldan að hún opnar munninn við útlendinga.

Í þessari frétt er sagt frá því að utanríkis- og fjármálaráðherrar Íslands hafi verið að ræða við starfsbræður sína erlendis. Stóra spurningin er um hvað þeir eru að ræða, hvort það sé sami undirlægju- og uppgjafarsöngurinn eða hvort þeir séu að útskýra forsendur Íslands um að Íslendingar séu ekki hinir einu sem greiða eiga Icesave-kröfur, heldur ber götótt regluverk ESB þar sök.
Margar ábendingar hafa komið um það sem ríkisstjórn Íslands ber að gera til að reynast starfi sínu og ábyrgð vaxin og bendi ég á eina grundvallarnálgun í pistli mínum Win-Win-Win fyrir Ísland, Holland og Bretland.
Þetta þarf ríkisstjórnin að vinda sér í að gera og hætta útburðarvæli sínu Bretlandi og Hollandi til dýrðar "yfir kaffibolla" heima fyrir, eins og það heitir í hádegisfréttunum af henni í dag 14. jan. 2010.


mbl.is Stopp í Icesave-málinu þessa dagana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband