Færsluflokkur: Íþróttir
19.11.2013 | 17:40
Við ætlum að vinna!
Já, ekki dugir að segjast og hugsa sér að "gera sitt besta" vegna þess að í því felst fyrirfram afsökun á að ná ekki markmiðinu.
Réttara viðhorf er að ætla sér að vinna, að ásetja sér það að ná markmiðinu og einblína á það. Í því er ekki gefinn neinn afsláttur. Á þessari vegferð er maður þó yfirleitt ekki einn, sem betur fer, til dæmis ekki fótboltalið.
Um þetta fjallar textinn við samnefnt lag mitt "Við ætlum að vinna", sem hægt er að hlusta á hér í spilaranum mínum (næst-neðsta lagið í röðinni); Helst með góðum hátölurum.
Gangi ykkur vel við að ná góðum og jákvæðum markmiðum ykkar!
Texti lagsins er eftirfarandi:
Við ætlum að vinna
ISRC: IS-V44-08-06714, á plötunni Lífsins gangur á gogoyoko.com
Höf. (c) Kristinn Snævar Jónsson
Við erum hér á óralangri leið,
sem ekki verður talin bein og greið.
Á henni hljóta óteljandi ör
allir þeir sem þangað beina för.
En hugurinn og viljinn veita styrk
á veginum þótt glætan sé oft myrk.
Og fókusinn er festur markið á,
að fullkomna sitt verk og sigri ná.
Við ætlum að vinna og engu að sinna,
öðru en því, en að vinna á ný.
Það er svo gaman að sigra allt saman
og svo koma heim í fagnandi geim.
Í lífsins mörgu þrautum enginn er
alveg hjálparlaus sem betur fer.
Því fjölskyldan og fornvinirnir sjá
fyrir því sem orð og hvatning tjá.
::Við ætlum að vinna og engu að sinna,
öðru en því, en að vinna á ný.
Það er svo gaman að sigra allt saman
:: og svo koma heim í fagnandi geim.:: ::
:: Og koma svo heim í fagnandi geim.::
Eiður og Birkir byrja í Zagreb | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2011 | 12:23
Darren Clarke fékk líka örn
Norður-Írinn Darren Clarke fékk líka örn í morgun 15. júlí, á 7. holu (sem er par 5). Þeir kunna þetta fleiri í reynsluboltaliðinu.
Darren er með 4 undir pari eftir 2. dag mótsins. Gott hjá honum og gangi honum vel. Það væri gaman ef honum auðnaðist að vinna mótið. Hann á greinilega möguleika á því eftir góðan fyrri helming mótsins, ekki síst í ljósi þess að Daninn Thomas Björn feilsteig sig dálítið í dag.
Einnig væri gaman að Furyk næði sér á strik, að ég tali nú ekki um hinn skemmtilega og fyrrum undir-tuttugu-ára efnilega golfara Sergio Garcia.
En, náttúrulega er þetta allt galopið ennþá og margir frábærir kallaðir.
Watson fór holu í höggi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.1.2011 | 14:54
Við ætlum að vinna
Eitt sinn hugleiddi ég það í sambandi við þátttöku íslenska handboltaliðsins í fjölþjóðlegri keppni í Evrópu að ekki væri nóg að ætla að "gera sitt besta", eins og tönnlast er á í vinsælu lagi.
Slík yfirlýsing felur nefnilega einnig í sér afsökun fyrir tapi ef illa fer.
Það sem þarf til að höndla réttan og markvissan vinningsanda og -vilja er einbeittur ásetningur um að vinna sigra. Menn þurfa því að gera það upp við sig og setja sér það mark að ætla að vinna, en ekki "bara" að "gera sitt besta". Slíkt viðhorf á náttúrulega við um hvaða fyrirtæki, uppátæki eða áætlun sem er. Hér er hins vegar ekki verið að viðra hroka.
Þessar pælingar urðu mér að yrkisefni og gerði ég texta við eigið lag um baráttuanda liðsheildar eins og íslenska handboltaliðsins í keppni eins og HM.
"Einka"-útgáfu af laginu er að finna hér á tónlistarspilaranum mínum.
Nafn þess er að sjálfsögðu "Við ætlum að vinna", en það er einnig að finna í sömu útsetningu á rafrænni útgáfu af "plötu" minni Lífsins gangur, sem ég setti á gogoyoko-tónlistarvefinn 2009.
Slóðin á lagasafn mitt á gogoyoko er hér:
http://www.gogoyoko.com/#/artist/KrisJons
Við landslið okkar í handbolta segi ég: Til hamingju með sigrana og baráttuandann. Sú kveðja nær einnig til fjölskyldna þeirra og vina sem að baki búa!
Ekkert annað en sigur gegn Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)