Færsluflokkur: Lífstíll
27.10.2017 | 16:57
"Ég ætla að kjósa"
Vitið þið hvað? Ég ætla að kjósa í alþingiskosningunum 28. október 2017 og nýta þar með lýðræðislegan rétt minn!
Nú, jæja, en hvers vegna? Með aðeins eitt atkvæði í öllu hafi mögulegra kjósenda!?!
Og hvaða gagn hef ég nú af því? Eða þú fyrir þitt leyti ef þú kýst?
Ja, það eru margir sem hugsa á svipuðum nótum og við, hver út af fyrir sig, og ef við drífum okkur á kjörstað þá erum við orðin að hóp sem um munar. Þar með hefur vilji okkar og viðhorf í þeim hópi öðlast tilsvarandi vægi.
Það hefur sín áhrif, og þeim mun meiri eftir því sem fleiri nýta kosningarétt sinn.
Við þurfum bara sem flest að taka þátt og kjósa í samræmi við hug okkar og hjarta, í einlægni. Það góða við það er að enginn sér hvað við kjósum í kjörklefanum. Og við þurfum ekki að segja öðrum frá því hvað við kusum.
Alveg er þetta magnað að búa í lýðræðisþjóðfélagi eins og okkar á Íslandi og geta þess vegna lagt lóð á vogarskálar um val á fólki og stefnu við stjórn landsins; í samræmi við okkar skoðun hvers um sig.
Að vera þá með í því að velja þingmenn og þjónustulið til þjónustu við okkur almenning í dreifbýli sem þéttbýli og til að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir á heilsusamlegan hátt. Og svo getum við ávallt haft samband við þingmenn okkar til að halda þeim við efnið að kosningum loknum. Frábært!
Kafað ofan í kannanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 18:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.10.2017 | 12:45
Loforð virkjunarfjárfesta og lifandi menning
Fari svo að verði virkjað þarna skulu heimamenn gera það að skilyrði að fyrst verði staðið við lofaða uppbyggingu á svæðinu áður en virkjunarframkvæmdir hefjast eða a.m.k. jafnhliða þeim. Dæmi eru um að stórfyrirtæki standa ekki við fögur loforð um uppbyggingu á starfsemi eða öðru úti á landi við uppkaup þeirra eða yfirtöku á rekstri á landsbyggðinni. Talandi um fyrirtæki í sjávarútvegi og vinnslu.
En, hins vegar: Í Árneshreppi og þar um slóðir er Lifandi menning á hverfanda hveli. Hvað vill þjóðin gera í þeim efnum?
Engin glóra í Hvalárvirkjun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.1.2015 | 10:41
Matarvenjur mannkyns
Á hverju halda menn og sérfræðingar á þessu sviði að börn og ungabörn hafi lifað á árdögum mannkyns og undangengnum áratugaþúsundum? Seríós, kókópöffs eða nestle-barnamat, vítamínspillum og gerilsneyddum mjólkurvörum?!
Ætli það hafi ekki verið það sem handbært var á hverjum stað og tímaskeiði auk móðurmjólkunnar. Það framleiddi, ásamt náttúru og erfðavali og félagslegum þáttum, bókstaflega þann mannslíkama sem við höfum í dag. Hvernig væri að horfa betur til þessara og slíkra þátta og draga af því ályktanir í stað þess að einblína einvörðungu á atriði í nánustu fortíð núverandi kynslóðar?
Börnin mega aftur borða allt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2014 | 11:40
Samvinnurekstur í nærsamfélaginu
Samvinnurekstur er gott dæmi um félagslegan rekstur til hagsbóta fyrir almenning.
Þegar vel er að verki staðið er árangurinn arður og gleði fyrir nærsamfélagið.
Vaxtalaust lán frá kaupfélaginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.10.2014 | 18:13
Átakamál tekin haustaki
Ekki síst á það við um baráttu fyrir breytingu og umbyltingu forneskjulegs hugarfars karlaveldis og klerkaveldis þar sem það hefur verið ríkjandi frá örófi alda.
Vigdís Hauks bar vatn á höfðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2014 | 14:55
Þjóðkirkjuútvarp
Eitt af svörum þjóðkirkjunnar, væntanlega með biskup í broddi fylkingar, við útspili Ríkisútvarpsins um niðurfellingu morgun- og kvöldorða úr ranni þjóðkirkjunnar hlýtur að vera að setja á laggirnar eigin útvarpsstöð.
Furðu sætir að það skuli ekki hafa verið gert fyrir löngu síðan.
Ýmsum sértrúarsöfnuðum í landinu, og það jafnvel harla smáum, hefur verið látinn sá vettvangur eftir hingað til. Almenningur gæti haldið að það sem þar er borið á borð sé jafnframt túlkun og áherslur þjóðkirkjunnar í trúarefnum, sem er náttúrulega ekki tilfellið.
Er ekki mál til komið að þjóðkirkjan láti líka í sér heyra á þeim vettvangi?
Þjóðin vill hafa Þjóðkirkjuna í friði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.8.2014 | 19:52
Geta sumir fréttamenn ekki lesið sér til skilnings?
Það er sýnist mér orðin áleitin og grafalvarleg spurning hvort sumir fréttamenn geti ekki lesið sér til skilnings; Að það sé ekki bara bundið við 15 ára aldur grunnskóladrengja. Maður fer að hafa áhyggjur út af þessu; Ég verð nú að segja það, í ljósi meðtengdrar fréttar og fréttaskýringa.
Þarf að auka yndislestur og/eða taka upp lestrarkennslu í námi fjölmiðlafræðinga?
Fullyrti ekki að hegðun fólks breyttist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.8.2014 | 14:39
"Hlustun afar lítil." - ?
Dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins réttlætir niðurfellingu rótgróinna daglegra dagskrárliða á Rás 1 um stutt innskot úr ranni Þjóðkirkjunnar um andleg efni með ummælum sínum: "Hlustun á þá hefur verið afar lítil", sbr. frétt í Morgunblaðinu 14.8.2014 bls. 2. Um er að ræða þættina "Orð kvöldsins" og "Morgunbæn".
Ekki kemur fram á hvaða könnunum sú fullyrðing er byggð og hvort þær kannanir hafi náð til allra aldurshópa, þ.e. einnig hóps "aldraðra" sem stundum eru ekki með í skoðanakönnunum. Nauðsynlegt er að fá það upplýst áður en yfirlýsingar dagskrárstjórans eru kokgleyptar hráar, ekki síst í ljósi þess að líklega er það einmitt sá hópur sem mest hefur hlustað á umrædda útvarpsþætti.
Hitt er annað að vel mætti ræða um breytta nálgun og efnistök í þáttunum þótt þeir hafi fyrst og fremst skírskotað til kristinnar hefðar með því tungutaki og orðfæri sem þar tíðkast.
Vilja hafa hin kristnu gildi í heiðri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2013 | 11:11
Samfélagsþjónusta innan seilingar
Sjúkrahjálp og samfélagsstoðir innan seilingar - Hver vill það ekki?
Er einhver sem vill neita sumum íbúum þessa lands um jafnan aðgang að samfélagsþjónustu, verandi sjálfur í skjóli?
Þegar hugað er að kostnaði við rekstur samfélagsþjónustu eins og heilbrigðisþjónustu sem allir landsmenn eiga að njóta ber að skoða heildardæmið, en ekki aðeins afmarkaða þætti einangrað.
Síðan ber að ræða og taka ákvarðanir um útfærslu og skipulag þjónustunnar í því ljósi og með heildarhagkvæmni að leiðarljósi. Ætla mætti að það væri afar skynsamleg nálgun - ekki satt?
Þegar verið er að tala um kostnað hins opinbera við að veita nauðsynlega grunnþjónustu þarf að taka tillit til allra mikilvægra þátta sem varða þjóðhagslega hagkvæmni, en ekki einvörðungu beinan kostnað við stjórnsýslu og afhendingu þjónustunnar af hálfu hins opinbera.
Þar skiptir ekki síður máli aðgengi almennings eða notenda að þjónustunni og kostnaður þeirra og fyrirhöfn við að nálgast þjónustuna. Ekki gengur að horfa fram hjá því. Allar hliðar kostnaðar þjóðarinnar skulu upp á borðið og með í umræðuna.
Ekki er nema von að landsbyggðarþingmenn snúist til varnar ef ráðast á í einhliða sparnað á þessum sviðum af hálfu ríkisins.
Styður heimamenn gegn ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2013 | 17:40
Við ætlum að vinna!
Já, ekki dugir að segjast og hugsa sér að "gera sitt besta" vegna þess að í því felst fyrirfram afsökun á að ná ekki markmiðinu.
Réttara viðhorf er að ætla sér að vinna, að ásetja sér það að ná markmiðinu og einblína á það. Í því er ekki gefinn neinn afsláttur. Á þessari vegferð er maður þó yfirleitt ekki einn, sem betur fer, til dæmis ekki fótboltalið.
Um þetta fjallar textinn við samnefnt lag mitt "Við ætlum að vinna", sem hægt er að hlusta á hér í spilaranum mínum (næst-neðsta lagið í röðinni); Helst með góðum hátölurum.
Gangi ykkur vel við að ná góðum og jákvæðum markmiðum ykkar!
Texti lagsins er eftirfarandi:
Við ætlum að vinna
ISRC: IS-V44-08-06714, á plötunni Lífsins gangur á gogoyoko.com
Höf. (c) Kristinn Snævar Jónsson
Við erum hér á óralangri leið,
sem ekki verður talin bein og greið.
Á henni hljóta óteljandi ör
allir þeir sem þangað beina för.
En hugurinn og viljinn veita styrk
á veginum þótt glætan sé oft myrk.
Og fókusinn er festur markið á,
að fullkomna sitt verk og sigri ná.
Við ætlum að vinna og engu að sinna,
öðru en því, en að vinna á ný.
Það er svo gaman að sigra allt saman
og svo koma heim í fagnandi geim.
Í lífsins mörgu þrautum enginn er
alveg hjálparlaus sem betur fer.
Því fjölskyldan og fornvinirnir sjá
fyrir því sem orð og hvatning tjá.
::Við ætlum að vinna og engu að sinna,
öðru en því, en að vinna á ný.
Það er svo gaman að sigra allt saman
:: og svo koma heim í fagnandi geim.:: ::
:: Og koma svo heim í fagnandi geim.::
Eiður og Birkir byrja í Zagreb | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)