3.1.2010 | 13:59
Opinber starfsmaður tjáir sig sem sérfræðingur um Icesave
Magnús Ingi Erlingsson héraðsdómslögmaður og starfsmaður hjá Seðlabankanum ritaði grein í Morgunblaðið þ. 29.12.2009 undir yfirskriftinni "Ríkisábyrgð á rakalausum skuldbindingum". Fjallar hann þar um óréttmæti þess að íslenska ríkið veiti ríkisábyrgð á Icesave-skuldbindingunum. Færir hann rök fyrir því að ekki liggi fyrir því skýr lagaheimild, hvorki hérlendis né í Evrópulöggjöfinni. Lesið endilega greinina, sem er gott innlegg í umræðuna um þessi örlagaríku mál.
Ég rita nánar um rétt opinberra starfsmanna og embættismanna til að tjá sig sem sérfræðingar um tiltekin málefni á opinberum vettvangi í bloggpistli 30.8.2009, Grímulaus skerðing tjáingarfrelsis og tjáningarleiða. Hvað segja Forman og Kant? Þar kemur m.a. eftirfarandi hvatning fram í tilvitnun í rit Immanuel Kants um hvað upplýsing er:
"Upplýsing er lausn mannsins úr viðjum þess ósjálfræðis sem hann á sjálfur sök á. Ósjálfræði er vanhæfni mannsins til að nota eigið rökvit án handleiðslu annarra. Maðurinn á sjálfur sök á þessu ósjálfræði þegar orsökin er ekki skortur á hyggjuviti heldur vöntun á einurð og hugrekki til að nota hyggjuvit sitt án handleiðslu annarra. Einkunnarorð upplýsingarinnar eru því "Sapere aude!", hafðu hugrekki til að nota þitt eigið hyggjuvit!"
Nú hefur a.m.k. Magnús Ingi brugðist við þessu. Megi það vera gott fordæmi og öðrum til hvatningar.
Undirskriftir gegn Icesave vekja athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:06 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir þetta. Mjög áhugaverð grein. Leyfði mér að benda einnig á hana á mínu bloggi en það er einmitt fyrsta færslan mín í þrjá mánuði.:)
Ætli hann verði ekki skammaður upp í banka? Það er nú vart leyfilegt að tjá sig svo með þessum hætti enda er sannleikurinn ekki okkar ríkistjórn að skapi. Í ESB skulum við fara hvað sem það kostar.
Halla Rut , 3.1.2010 kl. 19:45
Takk fyrir innlitið Halla Rut.
Vonandi og væntanlega eru fleiri en ein skoðun til staðar í bankanum á landsmálunum og þessum málum sérstaklega. Ég bara skora á opinbera starfsmenn sem hafa eitthvað til mikilvægra landsmála að leggja að liggja ekki á liði sínu, og taka ekki þátt í þögguninni sem felldi bankakerfið og sem enn er reynt að viðhalda á mörgum sviðum. Þeir skulu íhuga það alvarlega að þeirra stöður og mánaðarlegar launaáskriftir eru ekki tryggar til langframa, hafi þeir haldið það. Fyrr en varir geta heilu hóparnir verið komnir í tölu atvinnulausra. Þeir geta minnkað líkurnar á því að svo verði með því að leggja uppbyggilegri umræðu og uppbyggingu í landinu lið (fremur en að stinga blýöntum sínum bak við eyrað þögulir bak við luktar dyr í fölsku öryggi). Eftir því sem fleiri láta í sér heyra á opinberum vettvangi, þeim mun minni líkur eru á að einstaklingar verði fyrir aðkasti yfirboðara sinna fyrir það, við að þjóna almenningi á þennan hátt.
Kristinn Snævar Jónsson, 4.1.2010 kl. 02:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.