9.10.2009 | 16:31
Snjöll fyrirbyggjandi aðgerð
Þetta gæti reynst ein snjallasta friðarverðlaunaveiting Nóbels og með friðvænlegustu hvatningum sögunnar. Hér setur Nóbelsverðlaunanefndin það ófrávíkjanlega "ok" á herðar eins valdamesta manns og þar með eins voldugasta ríkis og herveldis heims að stuðla að friði, vilji hann og það standa undir heiðrinum. Nú standa augu heimsins eftirleiðis á þessari þjóð og þjóðhöfðingja til að fylgjast með hvernig hún og hann sýna í verki hvernig verðskulda megi heiðurinn. Þetta er held ég frábært uppátæki hjá Nóbelssjóðnum sem fyrirbyggjandi aðgerð gegn ófriði og tilraunarinnar virði.
Hingað til hafa ófriðaröfl og stríðandi aðilar "leikið lausum hala" utan sviðs friðarverðlauna Nóbels, sem hefur einskorðast við þá sem hafa eftir á séð stuðlað að "umtalsverðum" friði. Með þessari friðarverðlaunaveitingu er áhrifasviðið víkkað út til allra og með því reynt að fyrirbyggja ófrið og þar með leiða til meiri friðar eftir á séð en ella hefði orðið raunin á.
Nú er bara að sjá hvort stríðshaukar, sem e.t.v. leynast á hernaðarvaldastöðum vestra, reyni að leiða til þess að forsetinn hafni verðlaununum til að sleppa undan "friðarokinu".
Undrandi og auðmjúkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Utanríkismál/alþjóðamál, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:32 | Facebook
Athugasemdir
Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég las að Obama hefði fengið þessi verðlaun var: Nei þetta er kjaftæði!
Þegar maður hinsvegar lítur á þetta þeim augum að þetta sé fyrirbyggjandi aðgerð sem setur aukna friðarpressu á kallinn þá gæti þetta reynst mjög heilladrjúgt.
Vonum bara að hann muni standa undir þessari nafnbót og gefi skít í haukana!
Kommentarinn, 9.10.2009 kl. 16:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.