Fjölgum mjólkurkúm og eflum, en skerum geldneyti og afætur

Flatur niðurskurður yfir línuna er e.t.v. útreikningslega séð einfaldast og fljótlegast, en afleiðingarnar eru þeim mun þyngri og langvinnari. Æskilegra er að forgangsraða í útgjöldum og tekjustofnum ríkisins eftir mikilvægi þeirra fyrir efnahagslífið og siðferðislegum gildum.

Nú! Hvernig finnum við út mikilvægi ríkisútgjalda til slíkrar forgangsröðunar?

Hvað er mikilvægara en lífið sjálft? Allt sem lýtur beint að viðgangi lífsins hlýtur að teljast mikilvægast.

Hér eru nokkur dæmi um svið þar sem ekki gengur að skera (mikið) niður né íþyngja (mikið), því þá erum við farin að skera niður líf, beint eða óbeint:

1) Framleiðsla og öflun matvara eru augljóslega lífsnauðsynleg þannig að ekki dugir að skera mikið niður né leiða til mikils samdráttar á þeim vettvangi.
Þvert á móti þarf að efla frumframleiðslugreinar til að spara gjaldeyri og öflunar á meiri gjaldeyri með útflutningi.

2) Ekki gengur að reka fólk út á gaddinn; allir verða að hafa húsnæði. 

3) Allt sem lýtur að öðrum viðgangi og viðhaldi lífsins kemur líklega þar næst á eftir að mikilvægi, a.m.k. siðferðislegu, þ.e. björgun mannslífa og hjúkrun sjúkra og ósjlálfbjarga fólks, þ.e. heilbrigðiskerfið.

.) ..o.s.frv.

- - -

x) Já, síðan komum við að því hvað það er sem fólk getur verið án og lifað samt.
Það er m.a.: ........ ........ ..... .... ... .... . ; það er langur listi!

o.s.frv.

Hlú þarf að mjólkurkúm efnahagskerfisins og efla þær svo þær mjólki meira heldur en að skera niður flatt eins og geldneytin. Það væri skynsamleg forgangsröðun.

Eflum mjólkurkýr efnahagslífsins en skerum geldneytin og afæturnar niður.
Ekki skera allt jafnt niður.

Talandi um atvinnuleysisbætur:
Hversu lengi yrðu t.d. ríkisstarfsmenn, sem sagt yrði upp, á atvinnuleysisbótum? Er ekki skárra að finna leið til að halda þeim í sínu venjulega starfi heldur en að láta þá bíða með hendur í skauti á atvinnuleysisbótum heima? - A.m.k. þeim sem starfa á ofangreindum lífsnauðsynlegu sviðum, skyldi maður ætla.

Hvað með Þau fleiri hundruð starfsfólks sem talað er um að segja upp á Landspítalanum? Vann þetta fólk óþarfa vinnu fram að þessu? Varla!
Hvort er skynsamlegra að segja þeim upp og þar með sjúklingunum sem þetta fólk hefur verið að sinna, eða að sleppa því að ráða þýðendur til að þýða 50.000 blaðsíður eða meira af lagatexta Evrópusambandsins og greiða laun annars starfsfólks sem þarf til að vinna við aðildarumsókn Íslands að sambandinu og öðru því um líku? Og það til að leggja drög að nýjum Gamla sáttmála a la 1262 og grafa undan sjálfstæði landsins!? (Hvernig eigum við þegnarnir þess utan að lifa með slíkt lagabákn yfir okkur?! Ja, það er nú önnur saga).

Eða til að taka dæmi innan heilbrigðisgeirans:
Hvort er skynsamlegra að segja upp t.d. 400 manns á Landspítalanum sem vinnur við lækningar og hjúkrun á veiku fólki og öðrum sem þurfa á umönnun að halda, eða gjörbylta og skera niður í stofnunarbákni sem vinnur við dauð skjöl og skráningar? Starfsemi sem er þannig háttað að jafnvel er hægt að leysa af hendi verkefni hennar með hagkvæmari hætti annars staðar frá, t.d. með samstarfi við systurstofnanir á Norðurlöndum? Svarið virðist augljóst. Það sem meira er: Slíkar stofnanir eru til! Ennþá.

Stefnir annars í að þurfi að auglýsa eftir sjálfboðaliðum til að sinna störfum í heilbrigðiskerfinu, upp á súpu og brauð til að þrauka daginn? E.t.v. á fleiri sviðum?


mbl.is Flatur niðurskurður hættulegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband