30.9.2009 | 21:56
Að lifa í sannleika
Það er málið! Þetta, sem Ögmundur Jónasson ráðherra virðist hafa gert eftir þessari frétt að dæma, má kalla að lifa í sannleika, þ.e. að fara eftir sannfæringu sinni á grundvelli fyrirliggjandi og yfirlýstrar hugsjónar sinnar og gilda; Að haga gjörðum sínum í samræmi við gildi sín, þótt það þýði óhagræði að einhverju öðru leyti, jafnvel atvinnumissi og valdamissi. Þetta dæmi sýnir hvað Ögmundur mat hærra, valdastól sinn og ráðherralaun eða að standa við sannfæringu sína og bregðast þar með ekki eigin gildum né hagsmunum þjóðarheildarinnar. - Ekki fylgja upplýsingar um hvort eitthvað fleira hafi hangið á spýtunni.
Samkvæmt þessum fréttum ákvað Ögmundur að standa með sjálfum sér og sannfæringu sinni þrátt fyrir miklar freistingar og þrýsting til annars. Þegar upp var staðið ákvað Ögmundur að lifa í sannleika að þessu leyti. Til hamingju með það!
Ögmundur segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.