Áfram gogoyoko

gogoyoko er frábær hugmynd, sem markaðssetur sig undir slagorðinu "You are in control", "þú stjórnar".

Þar geta tónlistarmenn ókeypis komið tónlist sinni á framfæri á markaðssíðunni, hver í sinni netbúð, t.d. KrisJons, þar sem allir í heiminum, sem hafa aðgang að Internetinu, geta kynnt sér það sem í boði er og keypt af síðunni og hlaðið samstundis niður á eigin tölvu á mp3-formi. Hugsa sér! - alheimsbúð sem opin er allan sólarhringinn alla daga ársins, líka á frídögum! Þarna má nú finna tónlist allt frá óþekktum höfundum og tónlistarfólki upp í þekkt listafólk eins og Sigur Rós og Björk, að því er íslenska tónlist varðar. Þarna gefur að líta verk sem margir hafa aldrei séð né vitað um.

Almenningur getur skráð sig inn sem notanda ókeypis og "streymihlustað" á allar plötur og lög sem sett hafa verið inn á vefinn, hver með sinni tölvu. Hægt er að kaupa stök lög. Hver listamaður verðleggur sín lög og plötur; hann stjórnar! Söluvirði að frádregnum virðisaukaskatti gengur síðan nær óskert til listamannsins sjálfs, þ.e. 90% !!!, en 10% er haldið eftir af gogoyoko sem ver því til góðgerðarmála eins og hugmyndin var kynnt í upphafi. Frábær hugmynd!

Kynntu þér www.gogoyoko.com og veittu tónlist inn í líf þitt við vinnuna í tölvunni!


mbl.is Sigurjón Sighvatsson slæst í hóp fyrirlesara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband