Þarf ekki Icesave til

Það þarf ekki Icesavemálið til, hvernig sem því lyktar, til að setja allt í upplausnarástand á Íslandi bráðlega. Í því sambandi dugir að ríkisstjórn Íslands bregðist ekki við eins og til þarf í efnahagsmálum þjóðarinnar, sérstaklega varðandi skuldamál og greiðslubyrði heimilanna vegna lána. Ef ríkisstjórnin lætur hjá líða að stilla verðbótavísitölu lána aftur til baka á það stig sem hún var í áður en hrunið fór af stað í upphafi árs 2008 og lækka þar með höfuðstól lánanna tilsvarandi þá fer hér allt í upplausn, þjóðfélag og þjóðlíf.
Lántakendur geta ekki unað því óréttlæti að skuldir þeirra skuli hafa verið tvöfaldaðar í takt við brostnar forsendur um verðbótavísitölu, samtímis því að eignir lánveitenda voru hækkaðar tilsvarandi við það. Um það hef ég rætt í pistli um hvernig eigi að vinda ofan af þessu.

Eins og ég bendi á í fyrri pistlum mínum, ásamt mörgum öðrum pistlahöfundum, var skuldaklafa í formi "handrukkaðra" verðbóta skellt á varnarlausa lántakendur og eignasafn lánveitenda hækkað sem því svarar; á pappírnum og með tölum í tölvum samkvæmt snarvitlausri og brostinni vísitölu. Sumir horfa framhjá þessari staðreynd og þeirri kröfu um réttlæti sem um er að ræða við að bakfæra þetta óréttlæti með því að fjarlægja hruns-verðbæturnar af baki viðkomandi lántakenda.

Verði þetta ekki gert, ásamt því að breyta almennum lánakjörum úr kerfi verðtryggingar þar sem lántakendur hafa hingað til einir borið alla áhættu en lánveitandinn enga, nær það ófremdarástand sem hér hefur verið að skapast að leiða til víðtækrar upplausnar í þjóðfélaginu.

Horfið síðan til framtíðar eins og ég bendi á í pistli mínum um sterka samningsstöðu Íslendinga og hvað ber að gera í stöðunni!


mbl.is Upplausn hér verði Icesavelögum hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband