Lofsvert framtak

Þetta lýsir framsýnni uppbyggingarstefnu í framkvæmd. Þökk sé aðstandendunum.

Svona aðgerðir eru vel til þess fallnar að byggja upp vistvæn gildi hjá upprennandi kynslóðum landsins og vekja hjá þeim tilfinningar fyrir verðmæti þess sem slíku, þar á meðal ósnortinni náttúru, og nauðsyn á þess háttar umgengni um það sem hefur sjálfbærni að leiðarljósi. Ekki veitir af því.
Það er þó ekki síður gott sjálfra þeirra vegna persónulega, að þau öðlist slíka reynslu og þekkingu við eigin skynjun fremur en bara af afspurn.

- Eða, eins og ég orti í texta við lagið "Landið sem lengi var" á plötunni minni Kveikjur (sbr. afrit í tónspilaranum á bloggsíðunni minni):

"Þá börnunum okkar við bjóðum stað,
þar sem bergmálar aldanna kyrrð.
Þeim ómetanlegt er að upplifa það,
sem ósnortið kom úr ára firð."

Lifið heil!


mbl.is Vaxandi vinsældir náttúrulegra leiksvæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Já thetta er frábœrt

Sporðdrekinn, 28.8.2009 kl. 03:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband