Býður samt uppbyggilega framtíðarsýn

Þetta er afar athygliverður pistill hjá Steingrími og vel í sveit settur að mörgu leyti. Komið er víða við varðandi mál sem brenna og brunnið hafa á þjóðinni. Samnefnarinn í því yfirliti er þrátt fyrir allt uppbyggileg jákvæðni um menn og málefni séð frá sjónarhóli þjóðarinnar, almennings.

Hér vil ég einungis benda á kaflann í ræðu Steingríms þar sem hann greinir frá framtíðarsýn sinni um grundvöll þjóðlífsins á Íslandi, auðlindir lands og þjóðar í margbreytilegri mynd. Halda mætti að hann hafi að sumu leyti verið að vitna í "jómfrúarpistil" minn hér í blogginu um lífslindir og lífsstíl, enda er ég sammála honum um þau atriði. Hvað um það;
Þetta tel ég sömuleiðis kjarna málsins um grundvallarforsendur fyrir bjartar horfur í efnahagsmálum okkar og þjóðmálum almennt er til dálítið lengri tíma er litið og sem við Íslendingar ættum að vera rækilega meðvitaðir um - sérstaklega þegar aðrar þjóðir og fyrirtæki reyna að komast hér til áhrifa fyrir "gjafverð". Við eigum ekki að þurfa að örvænta sem þjóð í samfélagi annarra þjóða.

Munum ætíð eftir að meta auðlindir okkar, ekki síst þær sem Steingrímur tíundar hér, að verðleikum. Verðmæti þeirra fer sífellt vaxandi.


mbl.is Bíður eftir afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband