Gagnaver fremur en mengandi jarðefnabræðslu

Stjórnmálamenn ættu að leggja meiri áherslu á að laða svona fyrirtæki eins og gagnaver til Íslands. Þau hæfa vel aðstæðum og íbúum landsins. Þau þurfa mikla raforku eins og stóriðjuver, en spúa ekki mengandi eiturefnum út í andrúmsloftið í tonnavís, sem íbúar landsins anda að sér í von um góða heilsu.

Þar að auki þurfa gagnaverin á að halda m.a. vel menntuðu starfsfólki, en íslenskir stjórnmálamenn státa gjarnan af því á góðum stundum að hér sé mikið af slíku fólki. Vonandi er það ekki mýta!
Í þessu sambandi er um að ræða mörg og fremur hátt launuð og þrifaleg störf, sem eftirsóknarvert er að gegna. Möguleikar á hliðarþjónustu eru miklir, ekki síst varðandi mannaflaþörf af ýmsu tagi. Sífellt endurnýjun á tækjabúnaði á sér þar stað. Þetta er kjörið tækifæri til að halda ungu og menntuðu fólki á þessu sviði í landinu, en það er ekki síst fólk með menntun og reynslu í þessari atvinnugrein sem á auðveldara en aðrir með að fá störf við hæfi erlendis. Þar tapast "verðmætir skattgreiðendur" sem ekki er vanþörf á að halda í nú um stundir.
Er þá fátt eitt talið af kostum gagnavera umfram umdeildar reykspúandi jarðefnabræðslur.

Afar líklegt er að hið opinbera og aðrir hagsmunaaðilar þurfi ekki glíma við heiðarleg og þjóðholl náttúruverndarsamtök í sama mæli eins og þegar umdeild orkuöflunaráform tengjast hugmyndum um mengandi stóriðjuframkvæmdir. Vafi um arðsemi slíkra framkvæmda fyrir Íslenskt efnahagslíf hefur ekki bætt málstað né ímynd bræðslusinna. -

Innbyrðis átök meðal þegna þjóðarinnar um nýtingu orkuauðlinda landsins er einnig dæmi um óskynsamlega orkueyðslu. Þá orku á fremur að nýta til uppbyggilegra hluta til eflingar þjóðlífi og þjóðarhag heldur en niðurrifs og átaka.


mbl.is Samningur um gagnaver tilbúinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það er vonandi nægut vilji til að koma þessum Gagnaverum í gegn. Þau bjóða upp á talsverða möguleika. Mjög líklegt er að útvistun ýmissa verkefna til smárra fyrirtækju muni lífga upplýsingaiðnaðinn við.

Haraldur Baldursson, 10.8.2009 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband