Vaxtatiltal Darling til fyrirmyndar

Þetta finnst mér vera til fyrirmyndar hjá Darling fyrir heillum horfna ríkisstjórn Íslands; Að veita bankakerfinu tiltal vegna hárra vaxta!

Hér væru þó öllu hægari heimatök hjá fjármálaráðherra Íslands þar sem íslenska ríkið á helstu bankana hérlendis sjálft; Ríkisstjórnin þarf því lítið annað en að tala við sjálfa sig!

Ef einhver maldar nú í móinn við þessu og bendir á að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og fjármagnsöfl stjórni hér vaxtastigi gegnum Seðlabanka Íslands, en ekki ríkisstjórnin né fjármálaráðherrann, þá verður það líklega að viðurkennast. Því miður. En -

Rök þessara aðila finnast mér á hinn bóginn ekki trúverðug í ljósi þess að ég held að þurfi eitthvað meira en bara háa vexti í þessu fjárhagslega volaða landi til að halda innistæðum útlendinga hér kyrrum í landinu ef eða þegar gjaldeyrishöftin verða afnumin í haust. Þeir hafa brennt sig illa á bankahruninu. Halda viti bornir menn virkilega að hinir erlendu fjármagnseigendur vilji ótilneyddir geyma peningana sína áfram hérlendis þótt á okurvöxtum sé!


mbl.is Darling varar við vaxtaokri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband