Skattaívilnun eða tryggingagjald?

Í þessari frétt kemur fram hjá Philippa Malmgren, fyrrverandi efnahagsráðunauti Bush forseta Bandaríkjanna, í umræðuþætti á BBC í vikunni að hann hafi "ekki trú á að „stærri pakki“ leysti vandann. Reynslan sýndi að stjórnvöld <í Washington> gætu ekki komið okkur í gegnum kreppu. Það væru einstaklingarnir og fyrirtækin sem gerðu það sjálf. Það þyrfti að örva einkaframtakið með því að gefa skattafrádrátt til smáfyrirtækja sem færu út í fjárfestingar".

Þessa athugasemd mættu stjórnvöld hérlendis taka til íhugunar. Gagnstætt þessari hugmynd hefur skattlagning verið aukin á smáfyrirtæki sem önnur fyrirtæki hérna með því m.a. að hækka tryggingagjald úr 5,34% í 7,0% frá 1. júlí s.l. Þetta er útgjaldaliður sem sérstaklega lítil fyrirtæki finna fyrir. Litlu fyrirtækin eru oftar en ekki aðeins einn maður eða kona, einn frumkvöðull, með lítið nema viðskiptahugmynd sína milli handanna auk skuldsetningar og/eða e.t.v. eiginn sparnaðar. Tryggingagjaldið vegur því umtalsvert í kostnaði þessara fyrirtækja meðan þau taka fyrstu sporin og er íþyngjandi fyrir rekstur þeirra.

Ofangreindur Malmgren tekur fram að ívilna ætti litlum fyrirtækjum með skattafrádrætti í tengslum við það er þau færu út í fjárfestingar. Að hefja rekstur á litlu fyrirtæki, þar sem eina starfsfólkið er frumkvöðullinn sjálfur og e.t.v. einhver úr fjölskyldunni til hjálpar, er fjárfesting í sjálfu sér. Þess vegna ættu stjórnvöld að íhuga það hvernig hægt er að auðvelda litlu sprotafyrirtækjunum að komast á legg fremur en að auka íþyngjandi álögur á þau.

Ef ráðamenn og alþingismenn hafa aldrei sjálfir persónulega, eða einhver þeim náinn, stundað atvinnurekstur, skilja þeir e.t.v. ekki hvað hér er um að ræða. Þar sem þekking af afspurn er ekki sama eðlis og þekking af eigin raun, þá ættu þeir að spyrja einhvern um það sem hefur reynt sjálfstæðan atvinnurekstur persónulega.


mbl.is Er Obama að mistakast í efnahagsmálum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband