Loforð virkjunarfjárfesta og lifandi menning

Fari svo að verði virkjað þarna skulu heimamenn gera það að skilyrði að fyrst verði staðið við lofaða uppbyggingu á svæðinu áður en virkjunarframkvæmdir hefjast eða a.m.k. jafnhliða þeim. Dæmi eru um að stórfyrirtæki standa ekki við fögur loforð um uppbyggingu á starfsemi eða öðru úti á landi við uppkaup þeirra eða yfirtöku á rekstri á landsbyggðinni. Talandi um fyrirtæki í sjávarútvegi og vinnslu.

En, hins vegar: Í Árneshreppi og þar um slóðir er Lifandi menning á hverfanda hveli. Hvað vill þjóðin gera í þeim efnum?


mbl.is „Engin glóra“ í Hvalárvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Guðmundsson

"Lifandi menningu á hverfanda hveli", á Ströndum, þ.e.a.s. er best borgið með einni ósnortnustu náttúru landsins, þeirri náttúru sem þar er. Aukin ferðamennska yrði líklega gjöfulli en fyrirhugað orkuver fyrir ótilgreind stóriðjuver. Ferskleiki Stranda og tiginleiki hafa meiri töfra en stíflugarðar og háspennulínur.

Arnar Guðmundsson, 16.10.2017 kl. 23:02

2 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Ja, það held ég nú, Arnar.

Kristinn Snævar Jónsson, 22.10.2017 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband