24.9.2015 | 11:48
Um hlutverk alþingismanna
Hlutverk alþingismanna er fyrst og fremst að huga að hagsmunum Íslands og velferð Íslendinga og standa að stjórn mannlífs og efnahagslífs á Íslandi með góðri og skynsamlegri og þjóðhollri lagasetningu og umfram allt standa með þjóð sinni á hverju sem gengur, allt á grundvelli stjórnarskrár íslenska lýðveldisins.
Til þess eru þeir kosnir og treysta kjósendur væntanlega á að alþingismenn verji tíma sínum og tímanotkun á vettvangi Alþingis til þess en ekki einhvers annars.
Til þess eru þeir kosnir og treysta kjósendur væntanlega á að alþingismenn verji tíma sínum og tímanotkun á vettvangi Alþingis til þess en ekki einhvers annars.
Það myndi því skjóta skökku við ef það yrði að forgangsmáli hjá alþingismönnum að leitast við að stjórna öðrum þjóðríkjum í anda stórveldis. Spurning er hvort einhverjir hafi ef til vill afhjúpað alvarlegan misskilning sinn á þessu hlutverki sínu og vettvangi, eða vilji misnota aðstöðu sína, með því að setja slík mál á oddinn.
Sé það svo mætti þá í því sambandi ætla að viðkomandi hafi ekki fullan skilning á því hvernig efnahagskerfi landsins virkar né því að innanlandsframleiðsla landsmanna og utanríkisviðskipti landsins eru grundvöllur hagsældar og velferðar þegnanna. Einnig mætti halda þessu tengt að viðkomandi geri sér heldur ekki grein fyrir hvaðan launin þeirra sjálfra og annarra landsmanna koma að grunni til.
Það yrði lítið um utanríkisverslun Íslands ef farið yrði að fullu eftir hugmyndum um viðskiptabann á allar þjóðir sem lægju undir grun um brot á þegnum sínum, því væntanlega myndu viðkomandi aðilar vilja hafa jafnræði þar á á milli landa. Ekki væri þá hægt að láta staðar numið við bein viðskiptalönd okkar heldur væru þá einnig undir þau viðskiptalönd okkar sem hafa viðskipti við bannlöndin.
Ætli þeir sem tala fyrir viðskiptabanni Íslands gagnvart viðskiptalöndum okkar nær og fjær geri sér ekki grein fyrir því hvaða afleiðingar það myndi hafa fyrir íslenskt efnahagslíf og mannlíf? Væntanlega er þeim ekki sama um hag Íslands í því sambandi.
Sé það svo mætti þá í því sambandi ætla að viðkomandi hafi ekki fullan skilning á því hvernig efnahagskerfi landsins virkar né því að innanlandsframleiðsla landsmanna og utanríkisviðskipti landsins eru grundvöllur hagsældar og velferðar þegnanna. Einnig mætti halda þessu tengt að viðkomandi geri sér heldur ekki grein fyrir hvaðan launin þeirra sjálfra og annarra landsmanna koma að grunni til.
Það yrði lítið um utanríkisverslun Íslands ef farið yrði að fullu eftir hugmyndum um viðskiptabann á allar þjóðir sem lægju undir grun um brot á þegnum sínum, því væntanlega myndu viðkomandi aðilar vilja hafa jafnræði þar á á milli landa. Ekki væri þá hægt að láta staðar numið við bein viðskiptalönd okkar heldur væru þá einnig undir þau viðskiptalönd okkar sem hafa viðskipti við bannlöndin.
Ætli þeir sem tala fyrir viðskiptabanni Íslands gagnvart viðskiptalöndum okkar nær og fjær geri sér ekki grein fyrir því hvaða afleiðingar það myndi hafa fyrir íslenskt efnahagslíf og mannlíf? Væntanlega er þeim ekki sama um hag Íslands í því sambandi.
Vill sniðganga vörur frá Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Sæll Kristinn!
Allir flokkarnir á Alþingi studdu viðskiptabannið gegn rússum með þessum afleiðingum:
http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1931752/
Ertu með það á hreinu hvað þú ætlar að kjósa í næstu Alþingis-kosningum?
Jón Þórhallsson, 24.9.2015 kl. 12:14
Kjósa Hægri Græna.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 24.9.2015 kl. 14:53
Kostnaður vegna viðskiptabannsins við Rússland er stórlega vanmetinn. Í dag er 40% af öllum makríl innan íslensku lögsögunar þar sem fiskurinn fitar sig. Í stað þess að auka veiðarnar í samræmi við breyttar aðstæður var 30% af makrílkvótanum færður yfir á næsta ár, vegna viðskiptabannsvið Rússland, án þess að nokkuð sé vitað hvort hann verður veiðanlegur þá.
Sigurður Þórðarson, 28.9.2015 kl. 09:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.