Vinnuvernd ríkisstarfsmanna

Þessi breyting á starfskjörum ríkisstarfsmanna sem boðuð er í umræddu frumvarpi varðar hreinlega kröfu um sömu mannréttindi fyrir allt launafólk. Breytingin er því nauðsynleg.

Í greinargerðinni með frumvarpinu segir m.a.:
"Rökin fyrir hinni sérstöku vernd í starfi sem ríkisstarfsmenn njóta hafa einkum verið þau að nauðsynlegt sé að ríkisstarfsmenn geti sinnt starfsskyldum sínum án þess að þurfa að óttast það að valdhafar á
hverjum tíma beiti hann þrýstingi sem kunni að leiða til þess að starfsmaður telji sig óöruggan í starfi eða komist að rangri niðurstöðu í málum til að þóknast valdhöfum hverju sinni."

Þessi rök geta átt við um allt launafólk alls staðar í atvinnulífinu, ekki einvörðungu ríkisstarfsmenn. Til dæmis varðandi eineltismál stjórnenda í fyrirtækjum eða öðrum opinberum stofnunum gagnvart einhverjum starfsmanni eða hugsanlegar breytingar á viðhorfum yfirmanns þar gagnvart tilteknum starfsmanni eða starfsmönnum við mannabreytingar í stjórnunarstöðum.
Hvers vegna ætti að vernda ríkisstarfsmenn og störf þeirra sérstaklega fremur en almenna starfsmenn hjá einkafyrirtækjum og sveitarfélögum? Er það ekki klárlega brot á almennri jafnræðisreglu gagnvart þegnunum þar sem sömu lög skulu yfir alla ganga með sama hætti?

Burt með þessi sérréttindi ríkisstarfsmanna og önnur slík sem kosta og kostað hafa ríkið og þar með skattgreiðendur stórfé!


mbl.is Auðveldar uppsagnir hjá ríkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband