Um hornsteina í stjórnarskrá fullvalda Íslands

Frábært var ávarp forseta Íslands við þingsetningna.

Þar benti hann m.a. á þá gömlu hornsteina sem standa sem höggnir í stein í stjórnarskrá Íslands og sem fullveldi landsins byggir á og landsstjórnin hefur byggt á sem grundvelli við stóra sigra á fjölþjóðlegum vettvangi og gegn yfirgangi erlendra þjóða, svo sem við langvinna en farsæla útfærslu landhelginnar út í 200 sjómílur og nýlega er þjóðinni var forðað frá martraðarkenndri ógn Icesave-skulda einkabanka sem erlendar þjóðir og meira að segja sumir ráðvilltir alþingismenn ásamt þáverandi ríkisstjórn vinstri manna og fleiri vildu ranglega leggja á þjóðina eftir bankahrunið 2008.
Þingfréttamaður rúv var þó ekkert að segja frá þessum mikilvægu þungavigtaratriðum í ræðu forsetans í hádegisfréttunum, heldur frá einhverjum útfærsluatriðum í væntum kosningum um hugsanlegar stjórnarskrárbreytingar sem liggja þó alls ekki fyrir.


mbl.is Varar við breytingum á stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sæll Kristinn!

Hver væri stærsta breytingin sem að þú myndir vilja sjá í nýrri stjórnarskrá eða ertu sáttur með hana óbreytta?

Jón Þórhallsson, 8.9.2015 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband