Gáttir flóttamannahjálpar Íslands

Mér virðist að forsætisráðherra vor hafi tekið svipaðan pól í hæðina í þessum málum og ég ýja að í pistli mínum fyrr í dag, sbr. Miskunnsami Miðnæturkúrekinn. Þetta þarf að gaumgæfa mjög vel með áhrif á íslenskt samfélag til lengri tíma í huga þar sem m.a. þarf að huga að menningarlegum og félagslegum atriðum.

Við megum ekki láta leiðast út í sömu félagslegu forarpytti og nágrannaþjóðir okkar hvað málefni innflytjenda varðar, hvað svo sem einfaldur hugsunarháttur í anda "miskunnsama miðnæturkúrekans" stendur til og kallar á að gert sé hér og nú með með opna arma og Ísland upp á gátt.

Gáttir flóttamannahjálpar Íslands geta verið af hjálplegri og margskonar toga öðrum en einungis þeim að stefna fjölda flóttamanna hingað til lands, eins og mér sýnist forsætisráðherra benda á. 


mbl.is Talan 50 var aldrei föst í hendi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband