Þeir borgi sem njóta

Ég hef áður ritað pistil um gjaldtöku á (vinsælum) ferðamannastöðum á Íslandi þannig að aðgangseyrir þar af renni til uppbyggingar og viðhalds á viðkomandi stöðum. Þetta verði framkvæmt samkvæmt reglum sem settar verði af hinu opinbera þar um og háð eftirliti. Þannig er þetta víða erlendis.

Það er glórulaust að fyrirtæki í ferðamannabransanum geti gert út á þessa staði án þess þeir eða viðskiptavinir þeirra kosti nokkru til sjálfir. Hingað til og enn þá eru þeir að gera út á náttúru Íslans og opinber framlög skattgreiðenda hérlendis.
Það er ennfremur í anda óhefts og stjórnlauss aðgangs allra að sömu auðlindinni sem leiðir að lokum til mettunar á vinsælum stöðum og óhagræðis fyrir alla þegar staðirnir missa aðdráttarafl sitt vegna ásóknar, átroðnings, mannmergðar og niðurníðslu.


mbl.is Milljónirnar 50 ekki nóg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband