22.5.2015 | 10:21
María óbrotin undan austur-evrópskum drunga
María er frábær söngkona og tónlistarflytjandi sem á framtíðina fyrir sér. Svo sannarlega.
María stóð sig fjarska vel við flutninginn ástamt þéttum bakröddunum og í ljósi magnaðs sjónarspils að baki. Það stendur upp úr.
Ólíku er saman að jafna og erfitt er að vera í riðli með keppendum sem flestir tilheyrðu hinni austur-evrópsku ný-tónlistarhefð og smekk þarlendra kjósenda. Þeim er enn mikið niðri fyrir eftir dökka áratugi undir hömlum ömurlegs stjórnarfars og flytja og taka kröftuglega undir tónlistarflutning í þeim bitra anda í uppgjöri sínu við hann á þessum vettvangi.
Fróðlegt verður að sjá hvernig atkvæði úreltrar dómnefndar féllu samanborið við símaatkvæði einstaklinga og hvort þar megi rekja einhver súr Evrópusambandsspor gagnvart Íslendingum.
Ég söng af mér rassgatið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heil þjóð þjökuð af meðvirkni og paranoju í bland.
1. Lagið var ömurlegt
2. María réð ekki við lagið, bæði stressuð og fölsk á köflum, réði engan veginn við háu tónana. Henni til bjargar má þó segja það að það hefði sennilega enginn flytjandi í veröldinni náð að koma þessu hörmulega lagi áfram í keppninni.
Óskar, 22.5.2015 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.