15.5.2015 | 10:03
Veiðigjöld mismunandi eftir fiskiskipategundum
Litlir bátar hafa verið þjóðhagslega hagkvæmir með hæfilegum afla, samanborið við stór fiskiskip.
Þetta á bæði við um smábáta á strandveiðum og stærri báta, jafnvel upp að 110 Brl og í sumum tilvikum upp í 200 Brl háð landshluta og veiðisvæði. Þetta sýndu umfangsmiklir útreikningar mínir á hagkvæmustu samsetningu íslenska fiskiskiptaflotans með gögnum fyrir tilkomu aflakvótakerfisins. Þar var tekið tillit til mismunandi stærðarflokka báta/togara, aflasamsetningar mismunandi veiðarfæra, fisktegunda, veiðisvæða, löndunarsvæða og vertíða. Sömuleiðis mismunandi kostnaðaraðstæðna háð þessum breytum, bæði breytilegs rekstrarkostnaðar og fasts kostnaðar, sem og aflaverðs eftir löndunarsvæðum. Fiskvinnslan var alveg þar fyrir utan að öðru leyti.
Til þess arna þróaði ég viðeigandi reiknilíkan (bestunarlíkan) sem varð verulega stórt að umfangi með tilliti til ofangreinds breytileika og hliðarskilyrða. Enda tók það nokkrar klukkustundir í keyrslu á stórri móðurtölvu (mainframe) á þeim tíma.
Auðvelt er fyrir ríkisvaldið að haga upphæð veiðigjalda eftir samsetningu fiskiskipaflotans og útgerðartegund. Þannig er hægt að láta upphæð þeirra pr. aflakíló fara eftir stærðarflokki fiskiskipategunda, útgerðartegund og fisktegund.
Með þessum hætti er hægt að taka tillit til mismunandi aðstæðna í útgerð, þar undir jafnvel þjóðhagslegrar hagkvæmni, sem og byggðasjónarmiða.
Hætta á fækkun smærri fyrirtækja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:09 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.