Borgið! - eða aðrir munu hafa verra af!

Það er bókstaflega meingallað kerfi sem heimilar fólki í kjarabaráttu sjálfra sín vegna að leggja líf annarra beinlínis í hættu við það, eins og í þessum tilvikum varnarlausa sjúklinga sem ekki eru viðsemjendur í kjaradeilu BHM við ríkið.

Þetta er ekkert annað en gíslataka þar sem vopni er beint að varnarlausum gíslunum og þeir jafnframt notaðir sem mannlegir skildir.

Fólkinu, sem er fulltrúar samningsaðila á þessum óviðeigandi vígvelli, mun þó ekki sjálfu blæða.

 


mbl.is Ekki hægt að tryggja öryggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Á þeim tímum þegar ró er á vinnumarkaði, hvers veggana er þá stéttarfélögum ekki skipað að semja sín á milli um skiptinguna á milli dugnaðar og mentunnar?  

Hrólfur Þ Hraundal, 13.5.2015 kl. 07:33

2 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Góð spurning, Hrólfur. Aðilar vinnumarkaðarins tala á stundum mikið um nauðsynlegan rétt sinn til að semja um kaup og kjör án afskipta ríkisins, en þegar til kastanna kemur þá kenna þeir (ekki síst launþegasamtökin) ríkinu um afskiptaleysi af gangi mála og heimta innlegg frá ríkinu inn í kjaraviðræðurnar! Er þetta tvískinnungur eða yfirbreiðsla á getuleysi eða merki um vitlausar aðferðir við launa- og kjarasamninga almennra launþega?

Kristinn Snævar Jónsson, 13.5.2015 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband