Útgönguskattur á krónuinnstæður hrægammasjóða

Gjaldeyrishöftum á Íslandi skal ekki aflétt fyrr en fyrir liggur að nógu hár útgönguskattur verði lagður á erlenda eigendur mörg hundruða milljarða krónuinnstæðna, svokallaða hrægammasjóði. Þeir bíða, sem kunnugt er, eftir því álengdar eins og svífandi hrægammar yfir hræi að komast út úr landinu með þetta fjármagn í erlendum gjaldeyri.

Hvað er “nógu hár” útgönguskattur á þetta fjármagn?
Hann þarf að vera það hár að gjaldeyrisforði þjóðarinnar geti staðið undir væntu og mögulegu útflæði þess hluta þessa fjármagns sem eftir stæði.

Það er afar athyglisvert sem Lilja Mósesdóttir hagfræðingur hefur haldið fram um þessi mál. Hún hefur m.a. bent á að útgönguskatturinn þurfi að vera miklu meira en 40%, sem heyrst hefur að rætt sé um núna.

Ef rétt er að hrægammasjóðir hafi keypt forgangskröfur í þrotabúin í kjölfar hrunsins á 4-30% af nafnvirði krafnanna þá "mætti" útgönguskatturinn vera upp undir 70%-90% án þess að þeir skaðist í því samhengi.

Of lágur útgönguskattur samhliða afnámi gjaldeyrishafta myndi líklegast hreinsa upp gjaldeyrisvarasjóð landsins, orsaka botnlaust gengisfall krónunnar með tilheyrandi kjararýrnum fyrir almenning og efnahagsáfalli fyrir þjóðarbúið með tilheyrandi glundroða og kalla á ný gjaldeyrishöft í kjölfarið.

Hver væri þá ávinningurinn? Hverra væri ávinningurinn?

Myndu íslensk stjórnvöld virkilega standa að slíku áfalli fyrir íslenskan almenning?


mbl.is Aðstæður til afnáms hafta aldrei betri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband