16.12.2014 | 22:57
Skrýtið mál(far)
Skrýtið er það málfar sem amazon.com er hér sagt mæla fyrir um varðandi notkun bandstrika í orðum í ritverkum sem boðin eru til sölu á þeim vef. Ekki kemur fram hvort átt sé við bandstrik við skiptingu orða milli lína eða tengibandstrik í orðum eða orðasamböndum.
Hitt þykir mér ekki síður skrýtnara og verra mál ef það er rétt sem mér virðist mega halda við lestur á viðtengdri íslenskri frétt á mbl.is um málið að þar sé e.t.v. Google-þýðandi notaður við ritun fréttarinnar á afar hroðvirknislegan hátt.
Eftirfarandi er dæmi um setningarhluta í íslenskum texta fréttarinnar:
"Í svari til Amazon benti Reynolds á að það væri viðurkenndur aðferð í enskri ritmáli ..." !!!
Þetta er ekki eina setningin í fréttinni þar sem ekki er hirt um réttar beygingar í samræmi við íslenskt mál og málfræðireglur. Þykir mér illa komið ef mest lesni íslenski vefmiðillinn vandar ekki betur til verka en þetta. Ég ætla rétt að vona að viðkomandi fréttamaður á mbl.is sé ekki svona illa að sér í íslenskri réttritun.
Tekin úr sölu vegna bandstrika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.