15.8.2014 | 14:39
"Hlustun afar lítil." - ?
Dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins réttlætir niðurfellingu rótgróinna daglegra dagskrárliða á Rás 1 um stutt innskot úr ranni Þjóðkirkjunnar um andleg efni með ummælum sínum: "Hlustun á þá hefur verið afar lítil", sbr. frétt í Morgunblaðinu 14.8.2014 bls. 2. Um er að ræða þættina "Orð kvöldsins" og "Morgunbæn".
Ekki kemur fram á hvaða könnunum sú fullyrðing er byggð og hvort þær kannanir hafi náð til allra aldurshópa, þ.e. einnig hóps "aldraðra" sem stundum eru ekki með í skoðanakönnunum. Nauðsynlegt er að fá það upplýst áður en yfirlýsingar dagskrárstjórans eru kokgleyptar hráar, ekki síst í ljósi þess að líklega er það einmitt sá hópur sem mest hefur hlustað á umrædda útvarpsþætti.
Hitt er annað að vel mætti ræða um breytta nálgun og efnistök í þáttunum þótt þeir hafi fyrst og fremst skírskotað til kristinnar hefðar með því tungutaki og orðfæri sem þar tíðkast.
![]() |
Vilja hafa hin kristnu gildi í heiðri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Trúmál og siðferði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.