Á harðahlaupum frá ábyrgri samfélagsumræðu

Segja mætti að sumir, sem sögðust aðhyllast stefnu Framsóknarflokksins og voru skráðir meðlimir flokksins, hafi villst af leið og látið afvegaleiðast af óprúttnum málatilbúnaði andstæðinga flokksins um hafa vænt ýmsa með forkastanlegum hætti um rasisma að ósekju.

Úrsagnir nokkurra þvermóðskufullra félaga úr Framsóknarflokknum, sem er með skýra og manngildisvæna stefnu í mannréttindamálum eins og sjá má á stefnuskrá flokksins og sem áréttuð var á nýafstöðnum miðstjórnarfundi flokksins, eru dæmi um þá öfgafullu þöggun og útúrsnúandi sleggjudóma sem margir hérlendis vilja viðhafa í staðinn fyrir hreinskiptar og uppbyggjandi umræður um innflytjendamálefni í íslensku samfélagi.

Þetta virðast margir gera meðal annars undir yfirskini umburðarlyndis, misskilins, sem í raun jaðrar við helbert dómgreindarleysi. Þeir virðast leitast við að upphefja sjálfa sig sem „hreintrúaða“ mannréttindasinna, en með tilvísun til trúfrelsis umfaðma þeir meðal annars hugsanlega innflytjendur sem aðhyllast hugmyndakerfi undir nafni trúarbragða sem í reynd eru með ramm-pólitíska stefnuskrá, að hluta til mannfjandsamleg eigin trúarlegu „lög“ sem byggja á helgiritum aftan úr grárri forneskju sem urðu til í samfélögum sem voru gjörólík lýðræðislegum samfélögum nútímans; Enda eru sum þessara trúarlaga þeirra í hrárri andstöðu við núgildandi íslensk lög að því er nútímaleg mannréttindi varðar.

Þetta gera þessir að „eigin dómi“ umburðarlyndu menn með til þess gerðum málatilbúnaði, á harðahlaupum á flótta frá pólitískt ábyrgri orðræðu um innflytjendamálefni, í stað þess að taka þátt í umræðu um hvernig samfélag við viljum byggja upp á Íslandi og hvernig samfélag við viljum forðast.
Maður spyr sig hvort þeir ætli sér að ganga svo langt að taka undir hvaða menningarhefðir innflytjenda sem er með opnum örmum í nafni „umburðarlyndis“ og „opins fjölmenningarsamfélags“ jafnvel þótt þær gangi augljóslega í berhögg við íslensk lög og gildi og gegn rótgrónum íslenskum menningarhefðum; Og jafnvel þótt dæmin í nágrannalöndum okkar um slæmt ástand innflytjendamála þar sýni víti afskiptaleysis, sem ber að varast og forðast meðan hægt er.
Segja mætti að þetta sé óskiljanlegur undirlægjuháttur og lítilsvirðing við eigin menningu og hefðir, svo ekki sé meira sagt.

Ef ábyrg umræða um innflytjendamál í íslensku samfélagi er ekki tekin með tilheyrandi og meðvitaðri stefnumörkun jafnframt, þróast þessi mál einfaldlega af sjálfu sér stjórnlítið eða stjórnlaust og ef til vill yfir í það ófremdarástand sem innflytjendamál eru komin í í nágrannalöndum okkar í Evrópu.
mbl.is Segir sig úr Framsóknarflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Framsóknarmenn er rasistar.

Seinustu dagar hafa sannað það. 

Sleggjan og Hvellurinn, 20.7.2014 kl. 14:59

2 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Enn einn órökstuddi sleggjudómurinn hjá huldumanninum Sleggjunni.

Kristinn Snævar Jónsson, 20.7.2014 kl. 21:11

3 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Kristinn og takk fyrir þessi skynsamlegu skrif þín. Ég fylgdist af mikilli athygli með því sem efsti maður á lista Framsóknar í Reykjavík sagði, fyrir kosningarnar og heyrði hana aldrei hallmæla neinum. Það vakti hins vegar athygli mína þegar hún sagðist sýna músimum þá sjálfsögðu kurteisi, þegar hún væri í landi þeirra, að hylja sig klælðum og hafa slæðu yfir hárinu. Engan annan frambjóðanda heyrði ég tjá slíka virðingu gagnvart öðrum trúarbrögðum en sínum egin.

Ég var allan tíman sannfærður um að sá öfgaáróður sem beindist að Framsóknarflokknum, væri hannaður af áróðursmaskínu Samfylkingarinnar, sem lengi vel gekk undir nafninu „leikritassmiðjan“. Þegar ég sá að ákveðnir fjölmiðlar gerðu ekkert með það sem oddviti Framsóknar sagði, en tíunduðu rækilega öfgaáróðurinn sem önnur stjórnmálaöfl eignuðu Framsókn, varð endanlega ljóst að þarna var hafið öfgafullt áróðursstríð. Hönnuði þessarar herfarar gegn Framsókn létu sér í léttu rúmi liggja þó þeir skrökvuðu upp á saklausa manneskju ærumeiðandi ummælum. Tiltekinn hópur þjóðfélagsþegna munu trúa þeim áróðri þar til höfundar óhróðursins viðurmkenna glæp sinn og biðjast afsökunar.

Ég hef nokkrum sinnum séð æru fólks slátrað með líkum hætti og þarna var gert gagnvart oddvita Framsóknar í Reykjavík, án þess að æruþjófnaðurinn væri leiðréttur. Það sem hins vegar var athyglisvert, var sú staðreynd að allir sem hlut áttu að því að koma þeim æruþjófnuðnum í umferð, urðu á næstu árum fyrir hinum undarlegustu hrakförum og mannraunum. Ég er ekki í vafa um að á næstu árum mun verða hægt, með nokkurri vissu, að finna út hverjir upphafsaðilar þessa mannskemmandi áróðurs voru. Tíminn leiðir það í ljós.

Guðbjörn Jónsson, 21.7.2014 kl. 18:25

4 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Takk sömuleiðis Guðbjörn fyrir þessar afar athyglisverðu athugasemdir. Vonandi lætur þetta áróðurslið af óþverraskapnum í þessu máli áður en það kallar meiri skaða yfir sig. Margir hafa reyndar sýnt í ritum sínum að þeim er ekki við bjargandi. Þeir sjá ekki og heyra ekki. Athugasemd nr. 1 hér að ofan er pínulítið dæmi um það. Svoleiðis fólk verður bara að "fara sína leið", eins og Lúther orðaði það á sínum tíma.

Kristinn Snævar Jónsson, 21.7.2014 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband