14.7.2014 | 23:47
Túrisminn í stjórnkerfinu
Svo virðist sem heildarsýn skorti varðandi túrismann á Íslandi, tilfinnanlega.
Ríkisstjórnin þyrfti að íhuga vandlega hvort stefnumótun og stjórnun ferðamála, "túrisma", á ensku "tourism", sé rétt staðsett í stjórnkerfinu, allt frá ráðuneytum og niður úr.
Túrismi er afar viðfeðmur málaflokkur. Auk "ferðamála" spannar hann einnig m.a. náttúruvernd, atvinnumál, samgöngumál, byggðamál, landbúnaðarmál, sjávarútvegsmál, iðnaðarmál, orkumál, menntamál, ríkisfjármál, gjaldeyrismál og utanríkismál - nánast allar greinar efnahagskerfisins.
Þess vegna vaknar sú spurning hvort skipulag og stjórnun á málefnum er varða túrismann í heild sinni sé á réttum stað í stjórnkerfinu í þessu ljósi, þ.e. hjá iðnaðarráðuneytinu einu saman meðal ráðuneyta. Halda má því fram að þarna vanti tilfinnanlega stefnumótun og samnefnara á hæsta stigi framkvæmdavaldsins - og það ekki seinna en strax, og þó fyrr hefði verið.
Ísland er að verða útjaskað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:53 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.