Enn við sama vaxta-heygarðshornið

Hvort haldið þið að ÁFORM Peningastefnunefndar Seðlabankans um vaxtahækkanir og undirtakandi athugasemdir glaðhlakkalegs seðlabankastjóra í því sambandi auki eða minnki verðbólguVÆNTINGAR fjárfesta og fjármálakerfisfólks?

Hvort haldið þið að þær væntingar leiði til vaxandi eða minnkandi verðbólgu?

Hvernig haldið þið að þessu fólki Seðlabankans gangi að hamla gegn verðbólgu með þessu móti, eins og það segist hafa að markmiði, þ.e. með aðvörunum og hótunum um hækkun stýrivaxta?!!!

Hér bendir seðlabankastjóri m.a. á aukningu í einkaneyslu sem rök fyrir vaxtahækkun en lætur hjá líða að greina hvaðan þessu aukning er komin. Hversu stóran þátt ætli erlendir ferðamenn eigi í einkaneyslunni á Íslandi um þessar mundir og undanfarið? Það gefur augaleið að hækkun stýrivaxta hefur ekki bein eftirspurnarhamlandi áhrif á þann hóp. Vaxtahækkanir leiða hins vegar fyrst og fremst og umsvifalaust til hækkunar á eftirstöðvum verðtryggðra lána landsmanna og er þó ekki á það bætandi.

Seðlabankastjóri lætur að því liggja að það sé vaxtastefnu Seðlabankans að þakka hve verðbólgan hefur hjaðnað undanfarið. Það er hárrétt að því leyti að bankinn hefur ekki hækkað stýrivexti sína og þar með vaxtastigið í landinu undanfarið. Verðbólgan mun fara hækkandi aftur um leið og bankinn hækkar stýrivextina. Þeir eru orsakavaldur.

Hins vegar er önnur hlið á þessu máli sem er gengisskráningin á krónunni. Hún er mikill áhrifavaldur um verðbólgustigið í landinu, eðli málsins samkvæmt. Er einhver sem heldur að gengi hennar sé "rétt", í ljósi allt annars og lægra gengis hennar á öðrum mörkuðum en í bankakerfinu hérlendis?


mbl.is Segir peningastefnuna skila árangri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband