Gjaldmiðill eða vaxtaokur

Hver er hinn raunverulegi skaðvaldur í íslensku efnahagslífi: Gjaldmiðillinn eða hreint og klárt vaxtaokur? Þarf ekki að huga að samfélagslegum stöðugleika í heild fremur en "fjármálalegum stöðugleika" fyrir fjármálafyrrtæki og lánveitendur?

Samtök atvinnulífsins segja að raunvaxtamunurinn á Íslandi samanborið við viðskiptalönd okkar upp á þrjú prósentustig (3%) sé vegna gjaldmiðilsins. Það svari til um 150 milljarða króna á ársgrundvelli. Það sé sú byrði sem íslensk fyrirtæki og heimili verði að “bera af íslensku krónunni”.

Hvernig væri að Seðlabankinn lækkaði stýrivexti sem þessu nemur og bankakerfið lækkaði vaxtamun sinn tilsvarandi til að ná fram hliðstæðum áhrifum?! Í kjölfarið myndi fylgja að fjárfestingar innanlands tækju þá kröftuglega við sér, en hátt vaxtastig hér hefur vegið þungt við að halda fjárfestingum niðri undanfarin ár.
Hvers vegna er ekki búið að drífa í þessu fyrir áralöngu síðan?
Þarf virkilega nýjan seðlabankastjóra og nýja peningastefnunefnd (eins og haft er í flimtingum í fréttum) til að bregðast við þessu vaxtaokri með viðeigandi hætti?

Málið er, að líkt og menn tala um að gæta þurfi að "fjármálalegum stöðugleika" í efnahagslífi landsins þá er ekki síður mikilvægt að huga að efnahagslegum stöðugleika heimila og almennra fyrirtækja jafnt og fjármálafyrirtækja og lánveitenda, til að stuðla með því að samfélagslegum stöðugleika í heild.
mbl.is Bera 150 milljarða aukakostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

AGS sérfræðingar  benda á 2005 að lífeyrisjóðir og íbúðlánasjóður  hafi verið 80 % hlutdeild kauphöll þannig markaðráðandi með sína 4,5% grunnvaxta kröfu.  

Júlíus Björnsson, 3.3.2014 kl. 19:44

2 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Bendir það ekki til þess að endurskoða þurfi vaxtastefnu lífeyrissjóðanna, eða öllu heldur lífeyrissjóðakerfið í heild sinni?
Það virðist einsýnt að hugleiða þurfi alvarlega að taka upp gegnumstreymiskerfi í stað uppsöfnunarkerfis  margra lífeyrissjóða þar sem núverandi kerfi er komið í ógöngur bókstaflega. Það er drifkraftur í vítahring lánaverðtrygginga á neytendamarkaði. Sá vítahringur verður vart rofinn nema með kerfisbreytingu.

Kristinn Snævar Jónsson, 4.3.2014 kl. 10:36

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Flatur veltu skattur á útborganir til allra starfandi  í Þýsklandi er 40% , svo er skilað helming í nafn  starfsmanns.  Sá er með 329.000 kr. útborgað er 394.000 kr. í laun með á lagt 2 X 20% skilar  2 x  65.800 í Velferða skatt. 

Þegar Landframleiðsla Þýsklands er skoðuðu: þá er hún samsett : orkueiginir + efniseignir + framleiðslulaunaeiginir [með velferðaskatti] + Þjónuslauna eignir [með velferðskatti].

Innanlands leggst á GDP vsk, en fellur af við útflutning. Þýsku Velferðskattur greiðir samþykkta reikning grunn heilslu geira vegna framfærslu skyldu við ríkisborgara veikindi, barnaeignir , elli , vinnuskort.

USA leggur 35 % á, þessi samtíma grunnur allstaðar nema á Ísland, skýrir stöðuleika í grunni landframleiðslu erlendis.  

    Hvað er í Landsframleiðslu Íslands?  Vaxta okur?

Júlíus Björnsson, 4.3.2014 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband