Veiðigjald og sóknarstýring

Í yfirskrift viðtengdrar fréttar er fullyrt að veiðigjald dragi úr veiðum, en fréttin sjálf fjallar síðan um aðra hluti og því miður ekkert um rök fyrir þessari fullyrðingu. Hefði verið fróðlegt að fá þau rök fram hér.

Í þessu sambandi er vert að benda á að hérlendis var mikið fjallað í ræðum og ritum um leiðir til að takmarka sókn í ofnýtta fiskistofna fyrir um 30 áru síðan í ljósi minnkandi fiskistofna hér við land þá, þ.e. áður en núverandi kvótakerfi var tekið upp. Sú umræða fór m.a. fram í ljósi fræðilegs rökstuðnings ýmissa fræðimanna á sviði  fiskihagfræði, m.a. samkvæmt ritum  Nóbelsverðlaunahafans Vernon L. Smith frá 1968-'69 um þjóðhagslega hagkvæmni miðlægrar sóknarstýringar af hálfu hins opinbera samanborið við óhefta sókn sem felur í sér óþarflega mikinn tilkostnað við veiðarnar í heild.

Sem tæki til að draga úr of mikilli sókn var m.a. bent á kvótasetningu á heildarafla fisktegunda, e.t.v. með sölu veiðileyfa eða beinni skattlagningu á veiðar útgerða; Vel að merkja til draga úr sókn og leiða þar með til minnkunar á alltof stórum fiskveiðiflota landsmanna.
Hugmyndin að baki er sú að með því að tilkostnaður við veiðar verði nægilega mikið hærri en ella með tilkomu veiðileyfagjalds eða “skatts“ á veiðar í einhverju formi þá myndu einungis þær tegundir útgerða sem hagkvæmastar eru (fiskiskipaflokkar og veiðarfærategundir) halda áfram veiðum er til lengdar léti og þá hver upp að sínum hagkvæmnismörkum. Niðurstaðan yrði hagkvæmari fiskveiðar þjóðhagslega séð.
Eins og alkunna er varð kvótakerfið ofan á og aflaheimildum úthlutað í upphafi á níunda áratugnum án þess að gjald væri tekið fyrir.

Í fullyrðingu umræddrar fréttaryfirskriftar birtist nú sem sé vísbending um að gjaldtökuleiðin virki til þess að draga úr sókn, og það vel. Ekki bara það, heldur virkar hún líka í þá átt að óhagkvæmar rekstrareiningar eru lagðar af. Það er afar athyglisvert innlegg til íhugunar við mótun stefnu um fiskveiðistjórnun. 
(Sbr. sala stórra frystitogara úr landi undanfarið, en þar verður reyndar að hafa í huga að margir samverkandi þættir spila þar inn í auk veiðigjalds, svo sem launakostnaður, olíukostnaður og afurðaverð og eftirspurn á mörkuðum).

mbl.is Veiðigjaldið dregur úr veiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband