18.2.2014 | 08:24
Samningurinn 100.000 blaðsíður
Það hefur alltaf legið fyrir í umræðunni um umsókn Samfylkingar og Vinstri grænna að Evrópusambandinu (án umboðs þjóðarinnar) að um væri að ræða aðlögunarferli en ekki samningsferli. Á það hafa ESB-Já-sinnar ekki viljað hlusta, þó það standi skýrum orðum í lítilli klausu í umsóknargögnum ESB og margsinnis hefur verið á það bent.
Samningurinn sem umsóknarsinnar hafa kallað eftir hefur þannig alltaf legið fyrir. Þeir sem hafa viljað "skoða í pakkann" hafa alltaf getað það einfaldlega með því að lesa þær rúmlega 100.000 (hundrað þúsund) blaðsíður sem lög og reglur ESB spanna. Það er allt fyrirliggjandi, eðli málsins samkvæmt.
Engar varanlegar undanþágur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.