21.11.2013 | 11:11
Samfélagsþjónusta innan seilingar
Sjúkrahjálp og samfélagsstoðir innan seilingar - Hver vill það ekki?
Er einhver sem vill neita sumum íbúum þessa lands um jafnan aðgang að samfélagsþjónustu, verandi sjálfur í skjóli?
Þegar hugað er að kostnaði við rekstur samfélagsþjónustu eins og heilbrigðisþjónustu sem allir landsmenn eiga að njóta ber að skoða heildardæmið, en ekki aðeins afmarkaða þætti einangrað.
Síðan ber að ræða og taka ákvarðanir um útfærslu og skipulag þjónustunnar í því ljósi og með heildarhagkvæmni að leiðarljósi. Ætla mætti að það væri afar skynsamleg nálgun - ekki satt?
Þegar verið er að tala um kostnað hins opinbera við að veita nauðsynlega grunnþjónustu þarf að taka tillit til allra mikilvægra þátta sem varða þjóðhagslega hagkvæmni, en ekki einvörðungu beinan kostnað við stjórnsýslu og afhendingu þjónustunnar af hálfu hins opinbera.
Þar skiptir ekki síður máli aðgengi almennings eða notenda að þjónustunni og kostnaður þeirra og fyrirhöfn við að nálgast þjónustuna. Ekki gengur að horfa fram hjá því. Allar hliðar kostnaðar þjóðarinnar skulu upp á borðið og með í umræðuna.
Ekki er nema von að landsbyggðarþingmenn snúist til varnar ef ráðast á í einhliða sparnað á þessum sviðum af hálfu ríkisins.
Styður heimamenn gegn ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Kjaramál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.