Villulausar fréttir á mbl.is

Greinilegt er að umræddur verðlaunahafi í prófarkalestri og prófarkalesari á Morgunblaðinu er ekki mikið nýttur sem slíkur, ef nokkuð, við birtingu frétta á mbl.is.

Mér finnst að rekstraraðilar Morgunblaðsins ættu að sjá sóma sinn í því að fréttapistlar á mbl.is séu vel prófarkalesnir, bæði með tilliti málvillna og stafsetningar. Eða þá að hafa fréttaritara við þessi störf sem jafnframt eru vel að sér í íslenskri réttritun og sem mega vera að því að yfirlesa eigin skrif áður en þau eru birt á vefnum.

Þar sem mbl.is er einn mest lesni fréttamiðillinn á netinu af þeim sem enn hafa lestrarkunnáttu og nennu til þess að glugga í fréttir þar þá skiptir það miklu máli að þar sé vel vandað til verka. "Það læra börnin sem fyrir þeim er haft", segir máltækið, en það á náttúrulega við um "börn" á öllum aldri.
Það er ömurlegt ef mbl.is elur á og styrkir rangritun hjá þeim sem ekki eru nægilega vel að sér í íslenskri réttritun fyrir.


mbl.is Villulaus prófarkalesari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband